Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 273
Skírnir
Ritfregnir
271
laga, en hverfur svo smám saman aftur, án þess að hans gæti að ráði í
nútíðarmáli.
Peter G. Foote (í London) ritar um Jómsvíkingasögu, sem er í tveim
meginþáttum, fyrri hlutinn um forsögu Dana, en hinn seinni er hin eig-
inlega Jómsvíkingasaga. Er þetta erfitt rannsóknarefni, en eðlilegt er að
álíta, að I og II séu í upphafi sinn úr hvoru riti, en I skiptist í 3 aðal-
kafla (a, b og c), og hafa fræðimenn álitið, að Ic væri runninn frá Ölafs
sögu Tryggvasonar eftir Gunnlaug munk Leifsson. Eru hér ýmis orð tek-
in til samanburðar og talið liklegt, að Ia, er hefir ýmisleg einkenni sam-
eiginleg með Ib og Ic, hafi upprunalega staðið sér og sé í upphafi ætt-
aður frá Skjöldungasögu, en Ölafs saga Tryggvasonar hafi verið milli-
liður.
Ritstjóri tímaritsins er Hreinn Benediktsson, gagnmenntaður saman-
burðarmálfræðingur. Hann ritar um áhrifsbreytingar í íslenzku að fornu
og nýju. Eru hér margs konar áhrifsbreytingar sýndar og rakið, hver sé
áhrifsvaldur (t. d. þettað frá hvað, það, hæðstur = hæstur vegna áhrifa
frá hæð o. s. frv.). Jón Aöalsteinn Jónsson ritar ágrip af sögu íslenzkrar
stafsetrángar, og er það fróðleg og ítarleg ritgerð.
I seinni árgangnum (1960) ritar Halldór Halldórsson um hringtöfra í
íslenzkum orStökum, en hann hefir manna mest rannsakað islenzk orðtök,
bæði í doktorsritgerð sinni og annars staðar. Eru þetta orðtök, þar sem
baugr kemur fyrir (sbr. efst á baugi), og eru i forníslenzku ýmis slík orð-
tök, sbr. eiga þann (slíkan) á baugi = eiga þann kost undir valdi ör-
laganna, sá er á baugi = af örlögunum ákveðinn. Sýnir hann fram á,
að hringar voru eitt sinn mikilsvert atriði við trúarlegar athafnir og rétt-
arfarslegar. Forfeður vorir trúðu því, að hringar gætu ákveðið um örlög
manna, eins og skýrlega kemur fram í Völundarkviðu.
Þá ritar Jakob Benediktsson um tvenns konar framburð á Id í íslenzku
og sýnir, að greinarmunur hafi verið gerður milli Id (<i*tS) og lld upp-
runalega. Hefir hann rannsakað skáldskap (og rímur) frá 1350 fram til
18. aldar, og gætir þessa mismunar yfirleitt í rithætti þessa timabils (Id
rismælt, lld tannmælt).
Þá ritar Ásgeir Bl. Magnússon grein, Úr fórum OrSabókarinnar, og
eru þar margar merkar athuganir, einkum um uppruna torskildra orða
(dyfra, dysma(st) yfir, freykja, greppr, roppugóS, trýja). Margt er ann-
að í þessu riti, m. a. ritfregnir um ýmsar bækur í málfræði o. fl., og að
síðustu er bókaskrá 1956—57, skrá um timaritsgreinar og bækur um ís-
lenzka málfræði og málvísindi, bæði hér á landi og í ýmsum löndum og
á ýmsum málum, og er því lofað, að framvegis skuli slík bókaskrá fylgja
hverjum árgangi tímaritsins. Þessu ber mjög að fagna. Má af þessu sjá,
að þetta tímarit verður ómissandi bókasöfnum og málfræðingum, er fást
við íslenzk fræði.
Eins og kunnugt er, gefur Háskóli íslands út ritið Studia Istandica, er
Steingrímur J. Þorsteinsson er ritstjóri að. Eru þar ritgerðir um ýmsa