Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 29
Skírnir
Jón Sigurðsson
27
sú staðreynd er höfð í huga, hversu langt var þess að bíða,
að háskólahugmyndin yrði að veruleika, verður hér fyrir
okkur enn eitt dæmið um aðdáunarverða framsýni Jóns.
Lagði hann og áherzlu á, að stiftsyfirvöldin fengju öll um-
ráð yfir latínuskólanum, að hann yrði fluttur til Reykjavíkur
og efldur að miklum mun, aukin kennsla í ýmsum greinum
o. s. frv. — 1 sambandi við skólamálin er því við að bæta,
að hugur Jóns mun lengstum ævinnar hafa í þá átt hnigið
að komast fyrr eða síðar í rektorsstöðu þessarar æðstu mennta-
stofnunar á Islandi, sem varð þó, því miður, aldrei af. —
Loks skal hér að auki getið eins máls enn, sem fram kom á
þinginu 1847, en það var tillaga Jóns um undirskrift konungs
undir íslenzkan texta þeirra lagaboða, er gilda skyldu á Is-
landi. Hér í fólst ein hlið hinnar þjóðernislegu réttindabar-
áttu, efling íslenzkrar tungu, er mjög hafði farið halloka fyrir
tungu herraþjóðarinnar um langa hríð.
Því hafa mál þessara þinga verið hér nefnd, að Jón Sigurðs-
son lét í þeim öllum mest að sér kveða, sat í nefndum, sem
um þau fjölluðu, og hafði framsögu fyrir þeim. Það var líka
eðlilegt, því að flest þeirra hafði hann varið miklum tíma til
að rannsaka gaumgæfilega og tekið til meðferðar í Nýjum
félagsritum. Ranglátt væri þó gagnvart öðrum þingmönnum,
er á þingi sátu með Jóni bæði fyrr og síðar, ef þeirra hlutur
væri fyrir borð borinn hér. Samþingmenn hans voru margir
hinir ágætustu hæfileikamenn, sem létu mikið til sín taka
og studdu Jón einatt með ráðum og dáð. Ég vil sérstaklega
geta hér tveggja manna, — án þess að kasta rýrð á aðra, —
sem reyndust á þessum fyrstu þingum hinir nýtustu og traust-
ustu þingmenn, frjálslyndir og þjóðhollir. Það voru þeir sr.
Hannes Stephensen á Ytrahólmi, þm. Rorgfirðinga, og Jón
Guðmundsson, þá umhoðsmaður á Kirkjubæjarklaustri, þm.
Skaftfellinga. Ráðir þessir menn voru um langt skeið, og
ekki sízt á næstu umbrotaárunum, einhverjir harðskeyttustu
stuðningsmenn Jóns Sigurðssonar og forystumenn þjóðfrelsis-
baráttunnar innan lands. Er og líka vandséð, hverju stefna
Jóns hefði fengið áorkað meðal landsmanna, ef ekki hefði not-
ið slíkra áróðursmanna fyrir henni, bæði þessara umræddu