Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 280
278
Ritfregnir
Skirnir
ættjarðarást skáldsins, en hún er snar þáttur kvæðanna, ef því er þá ekki
gagnstætt farið, að hún sé undirrótin sjálf. Samt sem áður virðist mér
sú kennd, ásamt ábyrgðartilfinningu og draumum um bjartari framtíð
þjóðinni til handa, styrkjast með árunum. Þetta sést ljósast, ef hvor bók-
in er lesin fyrir sig. Sú fyrri er í nánari tengslum við skáldið sjálft,
persónu þess, líf og áfanga á þroskaleið. Sjá t. d. 1 Úlfdölum, Heima,
Rökkur og ÞjóSlag, sem eru meðal fegurstu kvæða bókarinnar. 1 síðara
kverinu, Á Gnitaheiði, verður geigurinn og áhyggjan út af tímanna
táknum æ áleitnari. Skáldið óttast um örlög fólksins og helgidóma þess,
eins og kvæðin Land, þjóS og tunga, l garSinum, Var þá kalláS, Naust
Náins og Hamlet bera ótvírætt vitni um. Samfara þessum geig eða ugg
er þó ósjaldan ákall og heitstrenging um hjálp landi og þjóð til handa
í heilögu striði „gegn trylltri öld“.
önnur breyting, sem orðið hefur á skáldskap Snorra Hjartarsonar frá
1940 til 1952 er formlegs eðlis. 1 fyrri ljóðum hans mega rim, léttstuðl-
un og hrynjandi sín meir en síðar verður. Að mimun smekk er þetta
saknaðarefni. Þótt skáld og hugsuðir geti að sjálfsögðu lagzt eins djúpt
í lausu eða órimuðu máli sem formföstum ljóðum, þá gefa fleygu hætt-
irnir sál mannsins vængi, sem hún annars væri án. Heillar oss ekki meir
flug amarins „hæst í forsal vinda“ en köfun æðarfuglsins í sjávar djúp?
Meðal þeirra kvæða, sem ég öfunda skáld af að hafa ort, eru sonnettur
Snorra Hjartarsonar HaustiS er komiS og Var þá kalláS. Hvers vegna
yrkir hann ekki fleiri slík ljóð í stað sumra hinna, sem, með leyfi að
segja, verða naumast lesin án þess að fá höfuðverk, og aldrei lærð?
Með þessu er ekki verið að kasta rýrð á torræðari ljóð Snorra Hjart-
arsonar. Gullið er sizt verra, þótt grafa þurfi eftir því. En sum af kvæð-
um Snorra, einkum þeim síðari, svo sem RauSir gígar og grár sandur,
Á GnitaheiSi, ViS ána, 1 Eyvindarkofaveri o. fl. orka á lesandann eins
og þau séu ort með erfiðismunum. Ástæðan getur vel verið sú, að skáld-
inu sé of mikið niðri fyrir, til þess að það geti látið gamminn geysa.
Hitt mun þó sönnu nær, að því finnist staðirnir, sem það stendur á, heil-
agir. Innlifun skáldsins er svo rík, að það skynjar þögula tign landsins
og raddir þess, náttúruhamfarir, örlög olbogabarna og sögu þjóðarinnar
í heild sem djúpt í draumi — og túlkar þá auðvitað áhrifin samkvæmt
skynjun sinni. ,
Af einskærri tilbeiðslu eða fegurðardýrkun er eigi sjaldgæft í kvæð-
um Snorra, að umsögn málsgreina sé sleppt og orðasambandið verði upp-
hrópun ein eða andvarp. Fæst þannig einlæg tjáning hughrifa, oft bæði
fögur og sönn. Með því að umrædd orðfæð og hnitmiðun eru ein helztu
stíleinkenni skáldsins, fer vel á að taka hér upp kvæði það, er seinni bók-
in, Á GnitaheiSi, heitir eftir, þessu til staðfestingar:
Sá ég ei fyr svo fagur-
fjöllitan dag: nýr
snjór í grænu grasi, rauð