Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 90
88
Bo Almqvist
Skírnir
auk þess er Bergsteinn blindi sagður Þorvaldsson. Þar við má
bæta, að Bergsteinn er auknefndur „blindi“, og vitað er, að
Þorvaldur Rögnvaldsson var blindur að minnsta kosti síðari
hluta ævinnar, og hugsanlegt er, að hann hafi líka verið kallað-
ur „blindi“. Að lik nöfn og lík auknefni hafi valdið ruglingi,
er, eins og kunnugt er, alþekkt fyrirbrigði, t. d. í Islendinga-
sögum. Sé ég ekkert því til fyrirstöðu, að vísan sé eftir Þórð á
Strjúgi, eins og elzta heimildin hermir, en auðvitað má skilja
þetta allt á margan hátt. Að minnsta kosti verður að telja hana
17. eða 18. aldar smíð. Páli skálda hefur hún verið eignuð, af
því að hann var þekktur drykkjumaður og aðrar svipaðar
sagnir eru til um hann, honum eignaðar með réttu.
Niðurstaðan af þessum athugunum verður sú, að nokkurn
veginn má treysta því, að kraftavísurnar séu oft eftir þá menn,
sem þær eru eignaðar. Auðvelt væri líka að gefa mörg dæmi
um, að sagnir um tildrög vísnanna hafi komizt á kreik þegar
í lífi ákvæðaskáldanna. Oft er líka unnt að sýna, að sannleiks-
kjarninn sé nokkur, þótt sjálfsagt verði að dæma um það í
hvert skipti fyrir sig.
VII.
Þá er eftir að sjá, hvernig kraftaskáldin skiptast eftir öldum.
— Frá lokum 16. aldar eru aðeins tvö örugg dæmi, Þórður á
Strjúgi, dáinn um 1600, og Hallur Magnússon, dáinn 1601.
Hallur segir sjálfur í Sjálfdeilum:
Kveða má svo kíminn brag,
ef kappar málið herða,
annarra hvorra auðnulag
ei má fagurt verða.
Haft er í sögnum, að hann hafi kveðið líkþrá á Þórð, en Þórðúr
lánleysi á hann. Drepið er á þetta þegar í samtíðarheimildum,
meðal annars Hugrás Guðmundar Einarssonar.
Aðallega frá 17. öld eru að minnsta kosti 15—20 nafngreind
kraftaskáld.
Nokkur fleiri eru frá 18. öld, en langflest frá 19. öld, aðal-
lega fyrri hluta hennar. Loks hafa fáein ákvæðaskáld alið ald-