Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 218
216
Steingrimur J. Þorsteinsson
Skímir
byggingarlistin riðlist ögn fyrir vikið. En oft hefði þó mátt
haganlegar á þessu halda, — hvers kyns innskot, sem um er
að ræða, en einkum, er þau eru í styttra lagi. Skal ég nefna
eitt úrræði, þótt ekki sé það allra meina bót.
Það er nú mikil tízka að tala um alls konar ofnæmissjúk-
dóma, bæði í tíma og ótíma. Ég fæ ekki betur séð en praeses
sé haldinn ofnæmi á þrennt, sem að bókargerð lýtur: neðan-
málsgreinar, upphafsstafi og gæsalappir.
Með neðanmálsgreinum hefði víða mátt spara rúm og
sneiða hjá brotalöm í frásögn, þar sem fyrir koma stuttir frá-
viksþættir eða leiðigjarnar svigasetningar. Dæmi: á bls. 47 er
rúmlega tveggja línu svigainnskot, á bls. 51 heimilda þrisvar
getið í svigum, í stað neðanmálsgreina. Stundum er heim-
ildarrit nefnt í meginmáli, en útgáfuár og tilvitnað blaðsíðu-
tal neðanmáls (35,62), stundum útgáfuár og blaðsíðutal í
svigum í meginmáli (2201). Einstaka sinnum virðist praeses
hafa séð sig um hönd og vikið tilvitnanagrein í neðanmál, en
þá gleymt að breyta litla stafnum í byrjun svigasetningar í
stóran staf í upphafi neðanmálsgreinar (64, sem byrjar
„t. d.“), nema þetta sé eitt dæmið um óbeit höfundar á upp-
hafsstöfum. Nú er ég honum samþykkur í því að nota þá
heldur hófsamlega. En samræmi verður að vera. Hér er
prentað landsbókasafn og þjóðskjalasafn, en Biskupsskjalasafn
(27 nm.), lærði skólinn og hinn lærði skóli (m. a. 37 nm.),
en Hið íslenzka bókmenntafélag (48, 62, 114), og leyfi ég
mér sem stjórnarmeðlimur Bókmenntafélagsins að flytja
praesidi þakkir fyrir þennan sóma í félagsins garð. Öviðfelld-
ið er að skrifa biblíuna með litlum staf (72), hún hlýtur þó
að heita sérnafni. En þarfleysa er að skrifa „Blankvers“ (72),
en praeses hefur hér tekið orðið upp eftir þýzkum. Það er
hins vegar enskt bragháttarheiti og ætti að ritast „blank verse“.
Ekki skal mikið um það sakazt, þótt ekki sé gerður munur
á fornum stafagerðiun, æ (i-, -ír eða R-hljóðvarpi af á) og œ
(i-, ír- eða R-hljóðvarpi af ó), eða q (u- eða w-hljóðvarpi
af a) og o (u-hljóðvarpi af (stuttu) e eða ír- eða R-hljóð-
varpi af o). Þá er danskt 0 hér ekki prentað gegnumstrikað,
heldur ö. Kannske hafa þessar stafagerðir ekki verið til í