Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 51
Skímir
Jón Sigurðsson
og skammsýnum embættismönnum innanlands, sem þar á
ofan voru sjálfum sér sundurþykkir. Dýralæknar, lyf, eftir-
lit o. s. frv., — allt þurfti þetta að vera fyxir hendi, ef lækn-
ingar áttu að takast, svo sem Jón stefndi að. En það var langt
í frá, að um þessi atriði væri hugsað nægilega, og af þeim
sökum var allt jafnóðum unnið fyrir gýg.
1 fjárkláðamálinu geystust menn á báða bóga af ofurkappi,
þar sem örlítil forsjá hefði mátt fljóta með. Ekki er örgrannt
um, að kenna megi einnig þessa kapps í aðgerðum Jóns. Mér
virðist, að Jón hafi að nokkru leyti komizt í mótsögn við
orð sjálfs sín, svo sem þau höfðu einmitt komið fram í rit-
gerð hans í Nýjum félagsritum 1858, sem að framan var
nefnd. Þar var vikið að virðingu fyrir samþykktum þings
og þjóðar. Þær stríddu gegn boðskap Jóns í fjárkláðamálinu.
Eigi að síður hóf hann í skjóli konungsvalds upp skelegga að-
för gegn þjóðarvilja og samþykktum hinnar æðstu innlendu
stofnunar. Afstaða hans varð síðan þess valdandi, að hann
féll við forsetakjör á Alþingi 1859 fyrir vini sínum, Jóni Guð-
mundssyni, sem var talsmaður takmarkaðs niðurskurðar sem
undanfara lækninga. Ekki munaði þó meira á þeim en 1 at-
kvæði, þrátt fyrir allt. Þá er Alþingi 1859 bauð Jóni Sigurðs-
syni framrétta hönd til samstarfs, vildi hann ekki við henni
líta, en virti vilja þess algerlega að vettugi í aðgerðum sínum.
Þetta var óhyggilegt af jafnskörpum manni, því að dönsku
stjórninni var óbeint lagt vopn í hendur, er hún síðar gat
skírskotað til afstöðu Jóns, þá er hún gengi á snið við tillögur
Alþingis í öðrum málum, þ. á m. stjórnskipunarmálinu. Má
vera, að með skipun Jóns í þetta vandasama embætti hafi
hún einnig haft í huga, að dreifa mætti liðinu í stjórnskip-
unarbaráttunni og að veikja mætti trú manna á óbrigðula
forystu Jóns, enda varð henni nokkuð að ósk sinni, þar sem
fjölmargir eindregnir stuðningsmenn hans gerðust honum
algerlega fráhverfir í þessu hitamáli. En ómaklegar voru í
hæsta máta ýmsar þær árásargreinar, er beint var gegn hon-
um í blöðum, því að um einlægan tilgang hans þurfti aldrei
að efast. Til allrar hamingju tókst betur til en á horfðist, þótt
Jón hefði að vísu veikt aðstöðu sína að mun um sinn. Kláð-
4