Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 279
Skímir
Ritfregnir
277
ans og tízku, sem vill hafa kvæði eins og véfrétt. Hann sleppir rími,
þegar honum finnst ekki þörf á þeirri fyrirhöfn, en ekki af því, að rím-
ið sé ómóðins. Oftast yrkir hann svo ljóst, að hvert bam getur skilið, þó
að ýmsir telji það nú meginskilyrði frumleiks og snilldar að vera myrkur
í máli og jafnvel tyrfinn.
Á ljóðahimni Guðmundar geta að vísu verið óveðursský, en aldrei er
lognmolla þar í lofti, heldur hressandi gustur oft og einatt. Þoka getur
hvilt yfir Tvídægm og mistur öræfanna vafið Eiriksjökul hjúpi sínum.
En þvi fylgir ávallt einhver fegurð eða seiður í ætt við laufvindaþyt,
árnið og skógarilm. Oftast er þó loftið blátt og heiðskirt, heilnæmt og
bjart. Og alltaf er það íslenzkt óskaland, sem skáldið býr yfir, hvort sem
það er land minninga eða framtíðar, Fjallkonan, skautuð hvitum faldi,
ímynd hreinleikans.
„f þökk til móðurinnar góðu“ eru þau ort, þessi Ijóð, með ósk um
endurheimt frelsi hennar, giftu og ævarandi heiður. Því eiga kvæði
Guðmundar brýnt erindi einmitt nú, ekki aðeins til þeirra, sem unna
landi sínu og þjóð, heldur og í garð hinna, sem þess er varnað, svo að
einnig þeir fái öðlazt nokkuð af þeim yl, sem þau eru svo auðug af.
Þóroddur GuSmundsson.
Snorri Hjartarson: Kvæði 1940—1952. Reykjavík, Heimskringla
1960.
Safn þetta er endurprentun á tveim kvæðabókum skáldsins, sameinaðar
í eina. Frumútgáfurnar birtust 1944 (Kvæði) og 1952 (Á Gnitaheiði).
Þetta gefur sinn vitnisburð, hafi upplag fyrri prentana ekki verið því
minna: Kvæðin hafa selzt, hvort sem þau hafa verið almennt lesin, dáð
og lærð að sama skapi eður eigi. Og útgefandi býst við framhaldssölu.
Þess vegna eru ljóðin endurprentuð. Samkvæmt þvi er enn ekki með
öllu brennt fyrir kaup á ljóðabókum, sem bókmenntabragð er að, enda
þótt kvæðin fljúgi naumast í fang lesandans, þegar bókin er opnuð.
Kvæði Snorra Hjartarsonar eru síður en svo aðgengileg fyrir almenn-
ing. Til þess eru þau m. a. of dul og djúpúðug. Mörg þeirra skortir tón-
rænan léttleika og kliðmýkt, enn fleiri eru án endaríms, þó að oft séu þau
bundnari en fljótt á litið kann að virðast, þ. e. gædd miðrími og hrynj-
andi, og ávallt stuðluð. En þau eru allfjarskyld tónlist. Hins vegar sverja
þau sig mjög í ætt við myndagerð, bæði höggmynda- og málaralist. Lín-
ur, form og litir birtast hvarvetna í þeim, ýmist sem meitluð eða dregin
með pensli skýrum, en blæbrigðaríkum dráttum. Þau eru fyrst og fremst
náttúrulýsingar, myndir, sem næmt auga sjáandans sér og listfeng hönd
hans dregur upp, oftast af þeim frábæra vöndugleika, sem hlýtur að
hafa kostað ógnar fyrirhöfn. Minna kvæðin helzt á krosssaum, útflúr eða
jafnvel viravirki. Lestur þeirra krefst því gaumgæfilegrar athygli.
Nátengd þeim einkennum, sem nefnd hafa verið, er lotning fyrir feg-
urð, aðdáun á náttúrunni, samhæfing við hana. Af þessu er svo sprottin