Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 228
226
Steingrímur J. Þorsteinsson
Skírnir
Brandur Ibsens endurborinn — í þríeiningu — með kröfunni:
Allt eða ekkert. En það er mesti misskilningur. Maðurinn
getur aldrei allt í nokkru efni, eins og kemur líka fram af
Brandi, og það er jafnvel dómnefndarmönnum ljóst. En
praeses hefur hér ágætisefni í höndum. Hann bendir m. a.
réttilega á það (184, sem ég hef áður vikið að), hve gáski
skólaþýðingar víki oftast fyrir virðuleik fullnaðarþýðingar,
og tekur hann af því þetta ljósa dæmi (úr Ilionskviðu IX):
„og eg skal leggja þar við dýran eið, að eg hefi aldrei farið
upp í til hennar, eins og mönnum er náttúrl., bæði körlum
og konum“ > „skal eg vinna þar að dýran eið, að eg hefi
aldrei stigið á beð hennar eða átt samlag við hana, sem manna
er siður til, karla og kvenna.“ Sveinbjörn finnur, að galgopa-
skapur hentar hér ekki. Við endurskoðun þýðinga þoka tal-
málsáhrif, — þótt sitthvað af þeim sitji eftir, oftast viljandi,
— en bókmáls- og fornmálsáhrif sækja á. Einkum verður
stíllinn tígulegri, háleitari, hvort sem tiginleikinn er sóttur
til fornaldar eða samtíðar. Á miðöldum — og jafnvel fyrr —
kváðu lærðir menn í útlöndum hafa skipt stílgerðum eða stíl-
list í þrjú stig, er nefndust: genus infimum, genus medium
og genus sublime. Hvort sem Sveinbjörn hefur þekkt til þessa
eða ekki, hefur hann greint stílstig á svipaðan hátt. Eftir því
sem á leið, hefur honum orðið æ ljósara, að stíll Hómers var
genus sublime: heyrði til háleitasta stigi, var æðstu tegundar,
yfir honum skyldi vera tiginborin reisn og fornleg göfgi.
Einnar blaðsíðu lýsingu á stílþróun Sveinbjarnar og stíl-
einkennum frá hendi manns, sem hefur til að bera jafn víð-
tæka og djúptæka þekkingu og næman skilning á þeim efn-
um og praeses, hefði verið tekið fegins höndum.
#
Þótt það, sem nú var nefnt, skipti einna mestu máli, þá
sakna ég víðar í ritgerðinni fyllri skila eða einhverra. Hvern-
ig stóð t. a. m. á því, að guðfræðingurinn Sveinbjöm Egilsson
— síðar heiðursdoktor í guðfræði frá háskólanum í Breslau —
fékk slíkan áhuga á íslenzku og öðrum klassískum málum og
bókmenntum og varði ævi sinni eftir megni til samninga