Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 47
Skímir
Jón Sigurðsson
45
að koma á fót samtökum um verzlun, sem auðvitað hefði leg-
ið næst við að stofna þegar í stað. Um Jón Guðmundsson er
það og að segja, að hann átti afar erfitt uppdráttar þessa
stundina, barðist m. a. mjög í bökkum með Þjóðólf, og ýmsir
allragir að taka afdráttarlausa afstöðu með svo harðdrægum
stjómarandstæðingi, svo að hann á gilda afsökun fyrir að hafa
ekki megnað að koma þessu fram. Skilningur hans verður
ekki í efa dreghxn, þegar höfð em í huga brautryðjendastörf
hans við stofnun verzlunarfélags í Reykjavík 1848, en þá
vissi hann, hver styrkur það var að geta leitað til Jóns Sig-
urðssonar um fyrirgreiðslu í þess þágu í Höfn. — En auð-
vitað verður ekki dregin dul á það, að þörf hefði verið ríkari
skilnings á gildi þess að tryggja starfskrafta Jóns Sigurðssonar
á þessum óplægða akri, sem mikla von gaf um ríka uppskeru,
ef vel væri á homrni unnið.
Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir frá þjóðmálafundum og Al-
þingi um lausn stjórnskipunarmálsins létu Danir sitja við
hið sama, allt þar til fjárhagsmálið komst á dagskrá við upp-
haf 7. áratugs aldarinnar. Þess er þó að geta, að Jón Sigurðs-
son fékk ærið tilefni til að láta frá sér heyra um málið 1855.
Þá sama ár hafði rektor Hafnarháskóla, J. E. Larsen lögfræði-
prófessor, sem talinn var mikill lagamaður um sína daga, gef-
ið út ritling um þjóðréttarstöðu Islands. Og svo magnaður þótti
sá vísdómur, að dómsmálaráðuneytið lét þýða hann á ís-
lenzku og gefa út á kostnað þess. Markmið þessarar ritgerðar
fólst í því að andmæla þjóðréttindum Islendinga. Tilboð Dana
um gildi grundvallarlaganna á Islandi telur hann merki góð-
vildar í garð Islendinga. Að öðru leyti er ritgerðin byggð á
andsvari við nefndaráliti meirihluta þjóðfundar, þ. e. a. s. kenn-
ingum Jóns Sigurðssonar. Ber höfundur brigður á, að Island
hafi verið frjálst sambandsland Noregs samkv. Gamla sátt-
mála. En hafi aftur á móti svo verið, sé sá réttur fallinn nið-
ur í rás timans með þeim breytingum og viðaukum, er við
sáttmálann voru gerð, enda hafi leifar hans algerlega fallið
niður, er einveldið komst á, og öll lög og réttur í ríkinu feng-
ið aðra undirstöðu. Stjómina segir hann hafa „að vísu í mörg-
um greinum farið með Island eins og sérstakt skattland, en