Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 149
Skírnir
Um íslenzka ættfræði
147
Vigfússon verið eigandi jarðarinnar, en hann var hinn eini
sonur Þorbjargar Magnúsdóttur Árnasonar, sem til aldurs
komst; og Þorbjörg hefur sennilega verið hið eina skilgetna
barn Magnúsar Árnasonar, sem upp komst.
Hér hafa verið tíndar til ýmsar líkur fyrir því, að þeir hræð-
ur séra Jón og Tómas Brandssynir hafi verið dótturdóttursynir
Brands á Barði Halldórssonar, en engar sönnur hefur tekizt að
færa fyrir því. En hafi svo verið, verður mjög líklegt, að Tómas
Böðvarsson, ömmubróðir þeirra, hafi verið sonur Böðvars
Finnssonar og Bögnu ekkju Brands Halldórssonar.
Það er rétt að leiða athyglina að því, að fram til síðustu ára-
tuga, þegar fornbréfin voru komin út í heild, hafa sögur og
sagnir af mönnum og atburðum 14. og 15. aldar verið mót-
aðar af hugsunarhætti 17. aldar manna, sem sagnir þessar
skráðu, en þeir voru hlaðnir vandlætingu í sifjamálum og
höfðu alla tíð búið við áhrif þau, sem stóridómur og straumar
þeir, sem honum komu á laggirnar, höfðu haft á þjóðfélag
þeirra. Horfi menn fram hjá þessu, beint inn í 14. og 15. öld,
eins og þær birtast okkur í fornum heimildum, kemur í ljós,
að höfðingjar höfðu þá frillur, oft kynbornar, og fór þá svo,
að hin óskilgetnu börn leikmanna, sem áttu auðugt fólk að í
báðar ættir, héldu svo til sama eða sama þjóðfélagssessi sem
skilgetin, með því að þau nutu löggjafa eftir þvi, sem frekast
mátti gefa. Sem dæmi þessa má nefna hina óskilgetnu syni
Lofts ríka Guttormssonar og Kristínar dóttur Odds lepps lög-
manns Þórðarsonar, Orm, Skúla og Sumarliða. Kirkjulögin
bönnuðu hjúskap þeirra, sem voru í fjórmenningsfrændsemi
eða mægðum eða nær, og gátu börn þeirra ekki orðið arfgeng.
Landsmenn héldu dauðahaldi i forréttindi skilgetinna til erfða,
og það mun hafa verið hrein undantekning, ef leikmaður fékk
samþykki nánasta erfingja síns til að ættleiða óskilgetið bam
sitt. Kirkjan hélt hins vegar sama haldi í ákvæði kirkjulaganna
um bann við hjúskap, svo sem gleggst má sjá af mótspyrnu
Magnúsar biskups Eyjólfssonar gegn hjúskap Þorleifs Bjöms-
sonar og Ingveldar Helgadóttur, Páls Jónssonar og Solveigar
Björnsdóttur og Orms Jónssonar og Ingibjargar Eiríksdóttur.
Þótt þessi þrenn hjón fengi komið í kring hjúskap í fjórmenn-