Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 138
136
Einar Bjarnason
Skírnir
eignir þær, sem um var að ræða. Þess má aðeins geta, að 23.
október 1395 er maður að nafni Hjálmur örnólfsson vottur
að jarðakaupum, sem gerð voru á Grund í Eyjafirði.1) Nú
mætti hugsa sér, að nafnið Hjálmur væri stytting úr nafn-
inu Vilhjálmur, en slíkar nafnastyttingar voru tíðar um skeið
hér á landi, t. d. á 16. og 17. öld. ,Ég veit hins vegar ekki,
hvort þær tíðkuðust um 1400 eða hvort nafnið Vilhjálmur
hefur nokkurn tíma verið stytt á þennan hátt, en hafi svo verið,
gæti hér verið um föður Valgerðar að ræða, og hefði Þórður
örnólfsson, sem virðist hafa verið fjárhaldsmaður hennar, þá
væntanlega verið föðurbróðir hennar. Þá hefði hún verið dótt-
urdóttir Margrétar Þorvaldsdóttur.
Margrét Þorvaldsdóttir dó úr svartadauða eða á þeim tím-
mn, sem hann geisaði hér á landi. Fólk dó þá unnvörpum, og
varð þá stundum svo skammt á milli ættmenna, að erfitt varð
síðar meir, þegar um hægðist, að sanna, í hvaða röð þau önd-
uðust, en það gat skipt miklu máli um það, hvernig arfur féll.
Eftir því sem fjær dró plágunni, urðu slíkar sannanir erfiðari.
Þegar Valgerði Vilhjálmsdóttur voru afhentar fyrmefndar
jarðir í arf eftir Margréti Þorvaldsdóttur, hafa komið upp
raddir um það, að Margrét hafi ekki verið réttur erfingi að
Barði. Málið kemur til úrskurðar Rafns lögmanns Guðmunds-
sonar á Hólum í Hjaltadal 22. júní 1417, og segir í þeim úr-
skurði, að séra Magnús Böðvarsson hafi látið sverja, að Þóra
Magnúsdóttir, móðir sín, hafi lifað séra Svein, bróður sinn, og
hafi hún því verið réttur erfingi hans. Enn fremur segir þar,
að Rannveig, móðir séra Sveins, hafi gefið honum Barð í pró-
ventu. fJrskurðurinn féll á þá leið, að Barð er talið hafa fallið
Þóru Magnúsdóttur í arf eftir Svein prest bróður sinn, en séra
Magnúsi Böðvarssyni í arf eftir Þóru móður sína.2)
Margrét Þorvaldsdóttir hefur, eftir því sem úrskurðurinn
segir, á sínum tíma verið talin hafa erft Barð í Fljótum eftir
séra Svein Magnússon. Þóra Magnúsdóttir var í þriðju erfð
eftir séra Svein bróður sinn. Ef hún hefði andazt á undan séra
Sveini, hefði Magnús, sonur hennar, verið í fimmtu erfð eftir
!) D.I. III, bls. 604—605.
2) D.I. IV, bls. 257—258.