Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 135
Skírnir
Um íslenzka ættfræði
133
Á miðvikudaginn næsta fyrir hvítasunnu árið 1487, 30. maí,
höfðu borizt að Hólum i Hjaltadal tvö bréf, sem þá voru þar
eftirrituð og vottfest. Annað þeirra var bréf Jóns Ketilssonar og
Eldjárns Stúfssonar um það, að þeir hefði séð og heyrt, að
Þórður örnólfsson afhenti Finni Gamlasyni í umboði Valgerð-
ar Vilhjálmsdóttur, konu hans, jarðirnar Barð, Reyki, Grilli,
Steinavöllu, Illugastaði, Nes, Yztamó, Móskóga og Laugaland,
allar í Fljótum, og þar með allan hálfan rekann fyrir Litla-
hakka, hvals, viðar og flutninga, merkigarðanna á milli, Lauga-
lands og Stærribakka, og að Þórður hafi sagt, að hann vissi
ekki sannara en það, að þessar greindar jarðir hafi fallið fyrr-
greindri Valgerði í arf eftir Margréti Þorvaldsdóttur. Frumrit
þessa bréfs, sem gert var á Hofi á Höfðaströnd, 25. desember
1416, er enn til.1) Hitt skjalið, sem eftirritað var á Hólum
nefndan dag, var sálugjafarbréf Margrétar Þorvaldsdóttur, gert
á Gnúpi í Gnúpsdal 30. nóvember 1401.1 bréfi því kýs Margrét
sér legstað hjá Jóni sínum og gefur meðal annars þessar dán-
argjafir: Bænhúsinu á Reykjum í Flókadal allan hálfan rek-
ann fyrir Móskógum, hvals, viðar og flutninga, úr miðri Látur-
hólavik inn til móts við Yztamó, Bakkakirkju í öxnadal 2
voðir, Árna Jónssyni 2 voðir, Höskuldi bróður sínum 3 hundr-
uð, etc. Hún biður móður sína og bræður fyrirgefningar á mót-
gerðum og býst við dauða sínum. Vottarnir að fyrrtalda eftir-
ritinu voru 4 nafngreindir prestar, en að hinu síðartalda 3, og
voru tveir þeirra hinir sömu sem að hinu fyrrtalda. Fyrr-
talda bréfið er dagsett á latnesku máli, en hið síðara á íslenzku.
Stíllinn og málfarið á bréfunum er ólíkt, og sami maður hefur
áreiðanlega ekki skrifað þau bæði á sama degi.2)
Það er því engu líkara en þau hafi verið svo vel samferða,
að þau hafi komið úr sama handraðanum og tveir skrifarar
hafi sezt niður samtímis til að afrita þau. Þeirri hugsun verður
ekki varizt, að Margrét sú Þorvaldsdóttir, sem bæði bréfin
nefna, sé sama konan. Verður manni þá á að ætla, að sami
maðurinn hafi verið heimildarmaður beggja bréfanna. Þessar
*) D.I. VI, bls. 597—598. Hér er prentvilla, stendur í értalinu „lxx“, en
í handritinu stendur „lxxx“. D.I. IV, bls. 249—250.
2) D.I. III, bls. 670—671 og VI, bls. 598.