Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 168
166
Sven Maller Kristensen
Skírnir
fjörlaus og ófrumlegur. Aftur er það hin sterka manngerð
andspænis þeim veika — nú mor Sigbrit annars vegar og
hinn reikuli konungur, Kristján annar, hins vegar. Hún verð-
ur líka að færa þungar fórnir vegna hugsjónarinnar, vegna
þjóðarinnar. Munk breytir sögunni á þann veg, að hún fórn-
ar meira að segja dóttur sinni. Það er hún, sem gefur Dyveke
hin eitruðu kirsuber..
Meðferð Kaj Munks á atburðum sögunnar og persónum
er yfirleitt mjög frjálsleg og geysilega umdeild. Honum er
hreint ekkert umhugað um að varpa nýju ljósi á söguna og
breyta eða dýpka skilning vorn á henni, öllu fremur að um-
skapa hana, án þess að hafa sérstaka samvizku af því, svo að
hún túlki einungis það, sem honum sjálfum er efst í huga.
Einna djarftækastur hefur hann verið, þegar hann samdi
leikritið Egelykke um Grundtvig á árunum 1938 og 1939
(sýnt 1940). Einkunnarorð þess eru: Hver elskaði land sitt,
hver elskaði guð, ef hann elskaði ekki fyrst konu? Hann sýnir
síðan vakningu unga Grundtvigs í ljósi ástar hans á hinni
fögru frú Constance Leth, sem býr á óðalssetrinu Egelykke
á Langalandi. Áköf barátta milli holdsins og andans — ástríð-
unnar og köllunarinnar. Grundtvig er í upphafi luralegur og
dýrslegur skynsemishyggjumaður. í uppeldis skyni tendrar
frú Leth með ástleitni sinni svo rómantískan funa í Grundt-
vig, að hún verður að hrinda honum frá sér í ofboði. Nú
verða hlutverkaskipti. Hún verður nú alvarlega ástfangin, en
hann vísar henni á bug, því að nú hefur hann reynt það,
sem er ástinni æðra. Honum hefur opinberazt köllun sín,
hann á að verða norrænn og kristinn spámaður. 1 fjórða
þætti, sem gerist á laugardag fyrir páska, berst hann í löngu
eintali á barmi vitfirringarinnar, þar til sól páskamorguns-
ins brýzt fram og gefur honum trúna á upprisuna og lifið.
Konan Constance hefur vakið manninn til dáða. Hann hverf-
ur frá Egelykke til þess að vinna sitt ætlunarverk og fórnar
konunni fyrir köllun sína. Grundtvig vísar á bug síðustu
freistingunni — vegna þess að hann er kristinn — en maður
hennar gefur í skyn, að þau muni geta skilið. Hjónabandið
er friðheilagt, enda þótt það sé innantómur vani. Constance