Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 38
36
Einar Laxness
Skirnir
órjúfanlega tengdur kjarna viðburðanna, að þar verður naum-
ast á milli greint. — Þjóðfundurinn markaðist frá upphafi
til enda af algerum og tillitslausum ásetningi danska valdsins
að gefa Islendingum það til kynna, svo að ekki yrði um villzt,
að tími hinna fögru fyrirheita væri um garð genginn. Nú
skyldi þess freistað að bæla niður þá frelsisöldu, sem skolað
hafði að Islandsströndum utan úr ólgusjó byltinganna i Ev-
rópu á frelsisárinu minnisstæða 1848. Nýlendustefnan skyldi
hafin á loft í allri sinni dýrð. Og þar sem stjórninni sleppti
í boðun þeirrar óheillastefnu, tók fulltrúi heimar innanlands,
Trampe greifi, við með því að sýna fulltrúum þjóðarinnar
beina litilsvirðingu, eins og upphaf fundarins og ekki síður
endalok hans báru með sér. Sér til fulltingis hafði greifinn
fengið sent herskip til landsins með hermannaflokk, er gætur
átti að hafa á framferði manna. Ef í odda skærist, átti þannig
vopnavald að skera úr mn, hver var hinn sterkari.
Þrjú frumvörp voru lögð fyrir fundinn, í stjómskipunar-
og verzlunarmálum og um kosningar til Alþingis. 1 öllum
þessum málum sýndi stjórnin, að hún vildi ekki koma til
móts við óskir landsmanna, þær sem Jón Sigurðsson hafði
mótað. Með stjórnskipunarfrumvarpinu, er að sjálfsögðu var
mikilvægasta verkefni fundarins, voru þjóðréttindi lands-
manna að engu metin. Island skyldi innlimað rækilegar en
fyrr í danska ríkið, enda landið aðeins skoðað sem amt í
Danmörku. Gmndvallarlög Dana frá 1849 skyldu hér gilda
og Island raunverulega sett undir yfirráð danska ríkisþings-
ins. Islendingar skyldu hljóta þingmenn á ríkisþingi Dana,
en að öðm leyti átti Alþingi að vera einna líkast dönsku amts-
ráði, er fengi yfirstjórn nokkurra sérmála landsins ásamt
konungi.
Svo mjög sem þjóðfundarfulltrúum hlaut að hnykkja við
slíkan afturhaldsboðskap, — þá leið eigi á löngu, þar til þeir
urðu staðfastir i því að vísa honum skilyrðislaust á bug. Kom
það bert fram, er þeir sömdu nýtt fmmvarp, sem 9 manna
nefnd undir forystu Jóns Sigurðssonar leysti af hendi. Hlaut
það stuðning þorra fulltrúa að heita má, eingöngu hinir kon-
ungkjörnu, að sr. Halldóri Jónssyni á Hofi undanskildum,