Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 181
Skírnir
Lok einveldisins i Danmörku
179
við valdatöku hans mundu verða leidd í lög ný grundvallar-
lög, svipuð hinum norsku frá 1814, sem áður er frá sagt og
nafn Kristjáns VIII stóð undir.
Friðrik VI hafði varla tekið síðustu andvörpin, þegar Orla
Lehmann boðaði stúdentana til fundar 3. des. 1839 á Hotel
d’Angleterre og bar fram þá tillögu, að fundurinn sendi hin-
um nýja konungi bænarskrá, þar sem óskað væri eftir þing-
bundinni stjórnskrá frjálsri í sniðum. Fundurinn samþykkti
þessa bænarskrá, sem Lehmann hafði samið, eftir nokkurt
málþóf. Lehmann var síðan fyrirliði sendinefndar þeirrar,
sem færði konungi bænarskrána. En nú var konungur annars
sinnis en 1814. Hann tók Lehmann og félögum hans að vísu
vel, en í rauninni var svar hans algert nei. Samt er talið,
að hann hafi verið á báðum áttum fyrst í stað, því að bænar-
skrá stúdentanna fylgdi skæðadrífa bænarskráa sama efnis
víðs vegar að úr landinu, en það mun hafa riðið baggamun-
inn, að konungur leitaði þangað ráða, sem sízt skyldi, til P. C.
Stemanns, sem gaf honum það eina ráð að þagga niður þessar
raddir, og með því bakaði hann sér þá andúð meðal þjóðar-
innar, sem entist honum til æviloka.
Orla Lehmann og skoðanabræður hans trúðu því fyrst í
stað statt og stöðugt, að með dauða Friðriks VI væru dagar
einveldisins í Danmörku taldir, og daginn eftir lát hans birti
málgagn þeirra, Fædrelandet, kjarnann úr stjórnarskrá Nor-
egs til þess að sýna þjóðinni, hvað í vændum væri, en allt
fór þetta á annan veg. Það er ekki ljóst, hvort meira réð, ótt-
inn við að ráðast í jafnróttækar breytingar og afnám ein-
veldisins eða sætleiki valdanna, sem gerði konung því frá-
hverfan að stíga þetta spor. Honum var raunar ljóst, að ein-
veldið í Danmörku var orðið á eftir tímanum, og til þess að
brúa það bil hófst hann handa um endurskipulag stjórnar-
kerfisins, en því var þannig skipað í deildir, þegar hann kom
til ríkis.
1) Danske Kancelli.
2) Slesvig-Holsten-Lauenburgske Kancelli (Tyske Kan-
celli).
3) Direktionen for Universitetet og de lærde Skoler.