Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 49
Skírnir
Jón Sigurðsson
47
á nýjum þjóðfundi, sem kosið sé til með sömu kosningalögum
og áður. Hér er aðeins lauslega tæpt á þeirri undirstöðu, sem
ritgerðin hvílir á, því að allt of langt mál væri að rekja hana
í einstökum atriðum, svo umfangsmikil sem hún er. Ljóst má
þó vera um kjarna málsins.
Það gefur nokkra hugmynd um það, hversu sigursæll Jón
varð í þessari viðureign við hinn mikilsmetna prófessor, að
sá síðarnefndi lét máli Jóns ósvarað. Má það gefa til kynna,
að honum hafi þótt málstað sínum fyrir beztu að láta hann
liggja í þagnargildi. Ritgerð Jóns gerði hvort tveggja, Islend-
ingum sjálfum enn þá ljósari grein fyrir eigin málstað, er
sjálfstæðisbaráttan grundvallaðist á, sem og aflaði honum
fylgis utanlands meðal þeirra, sem kunnu að meta rök Jóns
að verðleikum. Ánægja hinna frjálslyndustu Islendinga varð
vissulega óblandin, svo að þeim þótti hlutur þjóðar sinnar
gerður drjúgum meiri að lokinni viðureign lærðustu manna
beggja þjóðanna. Þjóðmálafundur á Kollabúðum sendi Jóni
sérstakt þakkarávarp fyrir frammistöðu hans. Skömmu síðar
bættist Islendingum góður liðsauki erlendis, er fram á rit-
völlinn kom sá maður, er átti eftir að reynast einn drengileg-
asti stuðningsmaður hins íslenzka málstaðar erlendis, dr. Kon-
rad Maurer, með ritgerðum sínum um þjóðernisbaráttu Is-
lendinga, sem hann birti í þýzkum blöðum. Sú fyrsta kom
í Nýjum félagsritum 1857. Þær studdust algerlega við rann-
sóknir Jóns, og hefur ritgerðin gegn Larsen vafalaust átt rík-
an þátt í því, að Islendingar eignuðust á þessari stundu svo
góðan liðsmann í erfiðri baráttu sinni, þar sem dr. Maurer var.
En hversu mikið sem reynt var að hamra á stjórnskipunar-
málinu í ræðu og riti, á þingum og mannfundum, fékkst eigi
neitt vilyrði frá stjórninni um fyrirsjáanlega lausn. Eigi að
síður taldi Jón sem fyrr, að menn skyldu ekki láta „letjast
að framfylgja rétti sínum“. Lét hann einnig liða skammt
stórra högga í milli á þessu sviði, svo sem löng ritgerð hans
í Nýjum félagsritum 1858 um Alþingi og alþingismál ber
með sér. Þar áréttar hann stefnu sína í stjórnskipunarmál-
inu, en tekur að öðru leyti fyrir flest knýjandi nauðsynjamál
landsmanna. 1 ritgerð þessari er að finna hinar þörfustu at-