Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 157
Skímir Kaj Munk 155
hugsjónamaður, tilkomumikill vegna þróttar síns og sam-
kvæmni.
Kaj Munk hefur valið leikritinu að einkunnarorðum orð
Kierkegaards: Hreinleiki hjartans er að vilja eitt. Samkvæmt
skýringu Kierkegaards er það aðeins kleift, ef það er hið góða,
sem maður vill. En Heródes neyðist til að gerast vondur, að
vera vondur, grimmur, miskunnarlaus til þess að fram-
kvæma hugsjón sína. Á banabeðinum í síðasta þætti leikrits-
ins segir hann stoltur og sigurviss:
Ég lít yfir lífsbraut mína: morð á morð ofan; það mild-
ar hug minn, gerir mig allt að því þakksamlega glaðan.
Mér hefur fundizt, að fyrir hvern, sem ég hef rutt úr
vegi, sé unninn sigur á guði. Ég hef borið mína kórónu.
Vilji maður eitt, vill maður ekki annað. Guð tælir mann-
inn til að skipta vilja sinum og heldur honum þannig í
skefjum. Hann beitir agni hamingjunnar á agnöld hvat-
anna og kastar hálfdauðum viljanum út til þess að veiða
hann aftur. Ég hrækti út úr mér agninu og leitaði minn-
ar eigin fæðu. Honum tókst ekki að kljúfa mig. Ég varð
ekki þræll eins og þið hinir með hálfan vilja og skiptan
hug. Væri ég vondur, þá er það heiður minn og styrkur,
að ég hef verið heill í vonzku minni.
En hér skjátlast Heródesi. Kaj Munk lætur Kierkegaard
hafa rétt fyrir sér. Heródes hefur ekki getað gert sig alvond-
an, hann hefur ekki gjörsigrað guð. Það er einn blettur í hug
hans, þar sem hinu góða hefur ekki verið algjörlega rutt burt.
Ástin til ungu konunnar hans, Mariamme, sem var mann-
gæzkan og sakleysið sjálft. Það er hans þyngsta þraut,
mesta níðingsverkið og styrkasta atriði leiksins, þegar hann
lætur hálshöggva Mariamme. Ákærir hana fyrir ótryggð,
sem hann trúir ekki sjálfur. En hann hefur dulda vitund um,
að hún sé hinn veiki hringur í illskubrynju hans. Síðan nefn-
ir hann þetta andartak sigurstund sína, en hann minnist of
oft á það, hugsar of mikið um hana, til þess að maður taki
hann trúanlegan. Þegar hann tekur sér ástkonu, lætur hann
sem hún sé Mariamme og langar að faðma hana, þar til hún
deyr. „Því aðrar konur er einskisvirði að faðma og drepa.