Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 160
158
Sven Meller Kristensen
Skimir
skiliS við hann. Hún fer á brott með Ulrich, hinn öfgafulli
Jean Jacques fremur sjálfsmorð, og Herbert hverfur til kristni.
Krater prófessor bíður úrslitaósigur sama kvöldið og gerð er
blysför honum til heiðurs. Honum finnst sem guð hafi sann-
að honum tilveru sína og mátt, en hann bognar ekki eins og
Heródes varð að gera. Krater er trúr hugsjón sinni til hinztu
stundar: Andstreymi og vonbrigði styrkja hann, og hann vex
af mótlæti örlaganna, einmana og hnarrreistur.
Tvö leikrit önnur frá þessum árum fjalla um áform hins
sterka. Fuglinn Fönix, veigalítið frá leikrænu sjónarmiði, samið
1926, gefið út 1939, fjallar um friðarsamningana í Versölum,
með dulnefnum á þeim þjóðum og stjórnmálamönnum, sem
koma við sögu. Baráttan stendur milli Allans og Marchanels,
Wilsons og Clemenceau. Hinn geðfelldi en duglitli hugsjóna-
maður, Allan, sem óskar réttláts og mannúðarriks friðar, hlýt-
ur að bíða lægri hlut fyrir hinum ósveigjanlega, miskunnar-
lausa og bitra Marchanel, sem krefst hefndar og nauðungar-
friðar vegna öryggis þjóðar sinnar.
Þriðja persóna leiksins, Sperazio, Lloyd George, er mis-
heppnuð og með ólíkindum, bæði frá sögulegu og listrænu
sjónarmiði. Hinum tveim er lýst af krafti og skilningi, ekki
aðeins Marchanel, sem fyrirlítur múginn og lítur á lífið sem
baráttu og stríð, heldur líka Allan. Hugsjón hans um réttlætið
er Fuglinn Fönix, sem sí og æ mun risa aftur upp úr öskunni.
Kardínálinn og konungurinn er leikrit um Richelieu, sem
aldrei hefur verið sýnt, samið 1929, en fyrst gefið út í minn-
ingarútgáfunni 1948. Richelieu er maðurinn, sem á þá hug-
sjón eða köllun að hefja Frakkland úr þeirri ringulreið, sem
það býr við: Byggðu vilja þinn á trú á köllun þína, bjóddu
síðan öllu byrginn og sigraðu, segir hann við sjálfan sig þeim
orðum, sem allt eins vel hefðu getað verið orð Kaj Munks
sjálfs. Hann verður að drepa fjandmenn sína eins og Heródes
— spilla lífinu og ástinni og brjóta í bága við guð sinn, allt
vegna Frakklands. Hann vinnur sigur, en í síðasta þætti, sem
Munk lét síðar fyrir róða, vitrast honum fórnarlömb sín á
banasænginni, fyrst og fremst ást sú, er hann hefur svikið,
og hann teygir fram höndina eftir náð guðs og miskunn.