Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 71
Skímir
Jón Sigurðsson
69
mætti, þegar litið er á ævilanga búsetu hans erlendis. Hins
vegar tekur sr. Eiríkur ekki fram, hvað helzt varð unnið við
búsetu Jóns erlendis og áður hefur verið á drepið. En að sjálf-
sögðu dregur það engan veginn úr þeirri staðreynd, að mest
og bezt hefði Jón fengið áorkað til heilla ættjörð sinni, ef
hann hefði notið þess tækifæris að vera æðstur innlendur
embættismaður undir frjálslyndu skipulagi. Sá var líka draum-
ur landa hans flestra. En slíkir sem tímarnir voru, var vita-
skuld fyrir það með öllu girt, að sá draumur gæti nokkurn
tíma rætzt. Eftir stóð óbættur skaði þjóð hans og ættjörð
alla daga.
Eins og sr. Eiríkur Briem segir í frásögn sinni, var heim-
ili Jóns Sigurðssonar réttnefndur samkomustaður Islendinga
í Höfn, meðan Jón lifði. Bústaður hans var þeirra annað
heimili, rammíslenzkt í eðli sínu, þótt staðsett væri suður við
Eyrarsund. Þar hafa landarnir átt ógleymanlegar stundir hjá
forseta og konu hans, þeim hefur hann innrætt þjóðrækni og
frjálslyndi, en um leið komizt sjálfur í snertingu við unga stúd-
enta og aðra æskumenn heimalandsins. Björn M. Ólsen pró-
fessor, er oft var þar gestur á námsárum sínum í Höfn, hef-
ur gefið góða lýsingu á Jóni Sigurðssyni á slíkum stundum,
sem ég vil einnig leyfa mér að tilfæra hér að lokum, því að
hún er einstaklega skemmtileg og lifandi í senn:
„Hann hafði opið hús, að mig minnir einu sinni í viku, á
miðvikudagskvöldum, ef jeg man rjett, og var þá oftast fjöl-
ment hjá honum af íslendingum, einkum þó af hinum ingri
mönnum. Við komum oftast um kl. 7, því að við vissum, að
Jón tók sjer venjulega hvíld um það leiti dags frá störfum
sínum og vann sjaldan eftir þann tíma. Bæði vóru þau hjón
samvalin í því að fagna gestum. Jón sat oftast við skrifborð
sitt, þegar við komum, og var að starfa, lesa eða skrifa, klædd-
ur í langan slopp istan klæða, með vestið flakandi frá sjer,
enn innanundir vestinu skein í snjóhvíta ermaskirtu. Hann
stóð upp jafnskjótt sem gestirnir komu, fagnaði þeim og bauð
þeim til sætis í legubekk, sem stóð við einn vegg stofunnar,
og á stólum kringum ávalt borð, sem stóð firir framan legu-
bekkinn, enn sjálfur flutti hann skrifborðsstól sinn að öðrum