Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 27
Skírnir
Jón Sigurðsson
25
bréfaskiptum við fjölmarga menn um land allt. Þá var ekki
minnst um vert að hafa aflað málstað sínum liðsauka meðal
stjórnmálamanna ytra, en það gat reynzt drjúgur styrkur
fyrir réttindabaráttu fslendinga síðar meir.
Ekki varð um það deilt, að þá er Alþingi var á fót komið,
var landsmönnum skapað vígi í frelsisbaráttu sinni, sem tor-
velt mátti vera að hrekja þá úr. Þótt missmíði væru nokkur á
í upphafi, var undirstaðan fengin, og það var Jóni Sigurðs-
syni öllum mönnum ljósara þegar í stað. Þess vegna gat hann
ekki tekið undir óánægjuraddir, sem á sér létu bæra, með
stofnun þingsins, hvort heldur þær komu frá þeim embættis-
mönnum einveldisins, sem vildu þingið feigt, eða þeim, sem
höfðu slíkt horn í síðu væntanlegs þingstaðar, að af þeim
sökum var það talið lítils nýtt „hrafnaþing kolsvart í holti“.
Það sem helzt lá framundan var að breyta þinginu í átt til
hins betra, koma smám saman á þeim umbótum, sem Jón
hafði svo Ijóslega sett fram í ritsmíðum sínum. Og ritgerðir
Jóns í Nýjum félagsritum vöktu strax athygli óskipta á íslandi.
Stugguðu þær óþyrmilega við mörgum manninum, rifu þá
upp úr værðarmóki einveldisandans og fengu þá til að hugsa
um mál þjóðar sinnar. Um leið skynjuðu þeir, að upp var ris-
inn sá spámaður, sem hafði á loft hafið merkið, er þeim bar
að skipa sér undir. Vart þarf að taka fram, að öllum varð það
kappsmál, að Jón skipaði sæti á þingbekkjum frá upphafi.
Þessa skoðun túlkar öflugur stuðningsmaður hans á Vestur-
landi, sr. Ólafur Sívertsen í Flatey, með eftirfarandi orðum í
bréfi í marz 1844: „Eg vildi V(estur)a(mtið) ætti nu rað a
nokkrum Jónum Sigurðssonum fyrir alþingismenn.“ Enn
fremur hafði sami maður í bréfi frá haustinu áður kveðið
skýrt á um, hvert sæti Jón skipaði á þingi, — en það var
beinlínis „forseti landsins fulltrúa“. Það var líka greinilegt,
að Jón hafði kjörið sér hlut stjórnmálamannsins og hugði
eindregið á þingmennsku. Hann lét setja sig á kjörskrá í ísa-
fjarðarsýslu til þess að gefa sýslubúum þar kost á að kjósa sig.
Kjörgengisskilyrðin uppfyllti hann, með því afi hans, sr. Jón
á Rafnseyri, hafði ánafnað honum 10 hndr. jarðarpart vest-
ur í Arnarfirði, þegar Jón sonarsonur hans var í æsku. Við