Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 104
102
Erik Sonderholm
Skírnir
Þá er Kolbakr þræll hefur setið fyrir Þormóði og veitt hon-
um áverka, heldur Bersi, faðir Þormóðs, með menn sína til
bæjar Grímu til þess að koma fram hefndum á Kolbaki. Gríma
hefur þá skipað Kolbaki á miðjan bekk og gert hann ósýnileg-
an óvinum sínum með göldrum, og verða þeir að hverfa burt
við svo búið (bls. 166—167). En þótt Þormóðr yrði þannig af
hefndinni í það skiptið, er honum sjálfum bjargað á nákvæm-
lega sama hátt á Grænlandi. Þegar hann dvelst særður og hjálp-
arvana hjá Gamla og Grímu, telur Þórdís fullvíst, að hann
leynist á bæ þeirra og heldur þangað með mikið lið. Gríma
gamla í Eiríksfirði er þó engu síður fjölkunnug en nafna henn-
ar í ögri. Hún setur Þormóð á stól í miðri stofu og tekur til
kunnáttu sinnar. Þótt Þórdís sé sjálf rammgöldrótt, tekst henni
alls ekki að finna Þormóð (bls. 245—246). 1 þeim dæmum,
sem nú hafa verið rakin, hefur höfundur heldur ekki getað
stuðzt við kvæðið, að minnsta kosti ekki það, sem varðveitzt
hefur.
Eftir fyrstu aðför Þormóðs að Ljóti, sem ekki tókst sem
skyldi, gengur Þormóðr til sjávar og dylst þar allan daginn í
þarabrúki (bls. 251); og þegar hann ratar í vandræði á flótt-
anum undan Þórdísi, gengur hann á land í útskeri og leynist
enn í þaranum (bls. 254); um þetta er heldur engan staf að
finna í kvæðinu.
Tvívegis tekur höfundur það til bragðs að láta Þormóð hvolfa
bátnum, sem hann fer á. 1 fyrra skiptið er hann með Fífl-Agli,
og þá hvolfir hann bátnum til þess að losa sig við Egil og láta
líta svo út, að hann hafi drukknað (bls. 149). 1 rauninni er
það ekki vel ljóst, hvers vegna hann grípur til þessa ráðs, því
það virðist augljóst, að sá tími, sem líður frá því, að bátnum
hvolfir, og þar til aðförin er gerð að Ljóti, er svo stuttur, að
Ljóti hefur ekki getað borizt til eyma kvitturinn um dauða Þor-
móðs. Það kemur líka skýrt fram (bls. 250), því Ljótr getur
sér strax til, að þar sé Þormóðr kominn að vitja hans og býst
til varnar, svo að aðför Þormóðs mistekst. En síðar er þó meiri
sennileikabragur yfir þessari brellu höfundar, þegar Þormóðr
flýr undan Þórdísi eftir árásina á Ljót. Hann hvolfir þá enn
bátnum, þegar Þórdís og húskarlar hennar eru um það bil að