Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 146
144
Einar Bjamason
Skímir
dótturdóttursynir Brands Halldórssonar, þegar telja má víst, að
móðurmóðir þeirra er fædd á þeim árum, sem Brandur og
Bagna voru í hjónabandi, og víst er, að dætur áttu þau fleiri
en eina, svo sem skiptabréfið frá 1464 ber vitni um.
Ef Guðrún Brandsdóttir, amma þeirra séra Jóns og Tómasar,
var dóttir Brands Halldórssonar, gæti það gefið nokkra skýr-
ingu á afskiptum Böðvars Finnssonar af Barðseignum, að Tóm-
as bróðir hennar væri sonur þess Böðvars. Það má einnig segja
sem svo, að tengsl Böðvars við Barð eftir lát Brands Halldórs-
sonar veki grun um, að þau kunni að vera börn þeirra systkin-
in Guðrún Brandsdóttir og Tómas Böðvarsson og móðir þeirra
hafi verið Bagna Bafnsdóttir. Því lægi næst að ætla, að Böðvar
Finnsson hafi verið síðari maður Bögnu. Svo hefur þó ekki
verið, af ástæðum þeim, sem nú skal greina: 11. ágúst 1478
selur Böðvar Finnsson Magnúsi sýslumanni Þorkelssyni Dálk-
staði á Svalbarðsströnd fyrir Þverá í Svarfaðardal.1) Þá sölu
samþykkja börn hans tvö, Sigmundur og Guðrún. Þau hljóta
að vera skilgetin, með því að annars hefði ekki þurft samþykkis
þeirra, og fullveðja hljóta þau einnig að hafa verið, með því að
annars var samþykki þeirra marklaust. Þau eru því fædd fyrir
lát Bögnu Rafnsdóttur, en þá er útilokað, að Böðvar hafi verið
kvæntur Rögnu. Dálkstaði fékk Böðvar með konu sinni, sem
var dóttir Sveins Þorkelssonar, og líklega hefur hún verið Sig-
ríður sú, sem fyrr getur. Tómas Böðvarsson hefur því verið
óskilgetinn sonur Böðvars og Rögnu, ef hann hefur verið son-
ur þeirra.
Á þeim árum, sem Brandur Halldórsson og Ragna bjuggu á
Barði, fluttist í Fljótin Þorsteinn sonur Magnúsar bónda á
Grund í Eyjafirði Jónssonar. Hann var þá nýkvæntur Ölöfu
dóttur Árna dalskeggs bónda í Djúpadal í Eyjafirði Einarsson-
ar. Meðal jarða þeirra, sem Þorsteinn fékk að gjöf til kaups
við Ólöfu, var Holt í Fljótum, sem Ingunn Arnardóttir, stjúp-
móðir hans, gaf honum.2) Þorsteinn var auðugur, og má varla
ætla, að aðrir hafi verið auðugri í Fljótum um þær mundir en
Brandur á Barði og Þorsteinn í Holti. Það má geta nærri, að
1) D.I. VI, bls. 149—150.
2) D.I. IV, bls. 344—345.