Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 119
Skírnir
Hjátrú á jólum
117
Því er líkast sem Grýla eins og vaxi upp úr öllum þeim for-
ynjusæg, sem á ferðum var í myrkrinu og sérstaklega um jólin,
líkt og tákn eða samnefnari alls hins ljótasta og ógurlegasta, sem
orðið hafi til í hugarheimi manna. Kemur manni í hug, auk
margs annars, börn Loka, Fenrisúlfur, Miðgarðsormur og Hel.
En talsvert ættarmót má þó sjá með henni og nokkrum stall-
systrum hennar í nágrannalöndunum, svo sem Lussi kerlingu
í Harðangri í Noregi, sem fer nokkru fyrir jól með liði sínu
niður í byggð að sækja vatn og annað til bruggunar. Verði
smábörn á vegi, er þeim kastað í bruggkatlana (Jul II 53).
Einnig virðist „Julevœtten“ í Danmörku, sem á 17. öld tók að
renna saman við jólahafurinn, vera skyld henni. Hún var eins
konar skriðdýr með langa rófu og mjög ógeðslegt útlit. Reyndi
hún að ræna mönnum, einkum börnum, og varð helzt að sefa
hana með matfórnum (Troels-Lund 67). Minnir þetta óneit-
anlega á frásagnirnar í íslenzku Grýlukvæðunum, þegar bænd-
umir gefa henni hross, kú eða fimm sauði til að bjarga börn-
um sínum frá að verða étin. Margir telja þó hina norsku Rumpe-
Guro eða Guro Rysserova (þ. e. Guðrún með merartaglið)
skyldasta Grýlu, en Guro Rysserova og maður hennar, Sigurd
Svein, eru talin vera Guðrún Gjúkadóttir og Sigurður Fáfnis-
bani ,,endurborin“(!). Er það talið til líkingar með Grýlu og
Guro, að Grýla hefur 15 hala, en horfi maður aftan á þau Guro
og Sigurd, skyggir tagl Guro á allt annað (Jolesveinar 57—58).
Annars virðist óvætturinn Stallo á Finnmörk likjast Grýlu í
því, hve hann er mannskæður (Jolesveinar 44). Enn fremur
virðast hinar þýzku frúvur, frau Holda og frau Berhta (Perchta
og fleiri nöfn) geta tekið á sig gervi og athæfi líkt Grýlu (D. M.
247-—250). En engin þeirra, sem nú hefur verið getið, kemst þó
í hálfkvisti við Grýlu að hryllingi, og sést hér sem víðar, að ís-
lenzkar þjóðsögur eru að jafnaði hrikalegri en aðrar í nálæg-
um löndum (sbr. EÓS 301—302).
Sem fyrr segir, er getið um þrjá eiginmenn Grýlu, og lifði
hún a. m. k. tvo þeirra, en er síðast fréttist, amlar hún fyrir
hinum þriðja karlægum. Af einum þeirra, Gusti, fara litlar
sögur, utan Grýla á að hafa étið hann, þegar hann geispaði gol-
unni (Ó. D. Þul. 135). Fyrsti maður hennar er talinn vera Boli,