Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 82
80
Bo Almqvist
Skímir
Sögnin um Þórð á Strjúgi og danska kaupskipið, sem vitnað
var í hér á undan, gefur góða hugmynd um hatremmi þess-
ara sagna frá dögum einokunarverzlunarinnar.
Annan stærsta flokkinn innan ákvæðasagnanna mætti nefna
draugavörn. 1 bréfi, sem Steingrímur prófessor Þorsteinsson
hefur bent mér á, kemst Stephan G. Stephansson þannig að orði:
Eins ógeðsleg eins og mér finnst djöfla-trúin í kenningu,
ber ég samt virðingu fyrir mönnunum og þjóðinni þeirri,
sem hafði svo sterka trú á skáldskapnum, að þeir treystu
sér að ganga í greipar þess, sem þeir vissu og trúðu verst
vera, með kveðskapinn einan að vopni.11)
Vil ég gjarnan taka undir þau ummæli. — Draugatrúin hef-
ur verið sérstaklega sterk og fjölbreytt á Islandi, og ótal draug-
ar hafa verið kveðnir niður frá þeim dögum, sem Jón lærði
fékkst við Snæfjalladrauginn. Rétt er þó að geta þess, að
ákvæðaskáldin hafa ekki verið ein um að vinna þá landhreins-
un, heldur hafa verið notaðar margar aðrar aðferðir til þess
að losna við draugapláguna: bænir, formúlur og aðrar töfra-
athafnir. Menn hafa einnig glímt við drauga og stefnt þeim
fyrir rétt o. s. frv.
Draugaákvæðavísurnar hafa margar kristilegan blæ, eins
og von er, en sum skáldin hafa þó treyst á mátt sinn og megin.
Svo kveður t. a. m. séra Magnús í Stærra-Árskógi:
Ef þú dvelur hér eina stund,
örgust myrkra skræða,
eg ríf þig sundur rétt sem hund
með römmu afli kvæða.12)
— Margt er manna bölið — og fleira en draugar, sem menn
hafa fegnir viljað losna við. Landsins fomi fjandi, hafísinn,
hefur sett hugmyndaflug manna á hreyfingu, og sagnir eru
um, að menn hafa reynt að kveða hann í kútinn, jafnvel á
þessari öld.
Þetta er ein vísan:
u) Bréf og ritgerðir I (1938—39), bls. 341.
12) Gríma 18, bls. 33.