Skírnir - 01.01.1967, Page 10
8
Hlutverk Skímis
Skírnir
Aðrir hafa viljað víkka svið Skírnis. Vel má vera, að
þeir hafi nokkuð til síns máls. En hætta er á, að ýmsum
þætti liann of ósamstæður, ef slíkt yrði gert. Þetta hefði
þó þann kost í för með sér, að hægara ætti að vera um
efnissöfnun. Því má þó ekki gleyma, að nú er öðruvísi
ástatt um bókaútgáfu en þegar Skírnir hóf göngu sína sem
almennt tímarit. Upp hafa risið ýmiss konar félög, bóka-
félög og ýmis sérfræðafélög, sem annast aðrar greinir en
þær, sem Skírnir hefir nú upp á síðkastið einkum látið
sér annt um. Eg er því engan veginn andvígur, að svið
Skírnis yrði víkkað, en þó innan hóflegra takmarka.
Eitt atriði, sem einkum hefir verið minnzt á í sambandi
við umræður um Bókmenntafélagið og Skírni sérstaklega
eru ritdómarnir. Fátt hefir valdið mér meiri erfiðleikum
en þeir. Skal ég nú rekja ýmislegt af því, sem þar er til
fyrirstöðu. Fyrir ritdóma í Skírni er greitt jafnt og fyrir
annað lesmál. Ef ritdómur á að vera vandlega unninn,
krefst það mikils tíma. Lái ég það engum, þótt hann leggi
ekki út í að skrifa ritdóm, sem hann síðan, ef til vill, fær
lítið annað en óvild fyrir og litla sem enga borgun. Annað
er það, að Skírnir liefir enga sérstaka sjóði til þess að
kaupa fyrir bækur. Hann á það undir náð útgefenda, hvort
þeir vilja senda honum hækur. Sum bókafélög og útgef-
endur senda Skírni bækur sínar, ef um er beðið. Nefni
ég þar til Almenna hókafélagið, Mál og menningu, Heims-
kringlu og Hlaðhúð. \inis önnur íslenzk hókafélög eða út-
gefendur neita algerlega að senda Skírni bækur — telja
það ekki svara kostnaði. Nokkrir erlendir aðiljar senda
einnig reglulega hækur til Skírnis, en ekki hefir mér alltaf
tekizt að fá sérfróða menn til þess að dæma þær af ástæð-
um, sem ég liefi áður rakið.
Mér er ekkert kærara en auka ritdóma í Skírni, en þá
þarf að sjá ráð við þeim ágöllum, sem ég hefi minnzt á.
ÞdS þyrfti að stórhækka greiðslur til ritdómenda og veita
Skírni ríflega upphæð til bókakaupa. Ef þetta verður ekki
gert, verður allt að sitja við hið sama.
Ég skal að lokum segja mína skoðun á hlutverki Skírnis.