Skírnir - 01.01.1967, Síða 12
ELIAS BREDSDORFF:
H. C. ANDERSEN OG CHARLES DICKENS.
H. C. Andersen skrifar í „Ævintýri lífs míns“, þar sem
hann er að lýsa hörmungardögum sinum í lærða skólanum
í Helsingör: „Charles Dickens hefur lýst fyrir okkur neyð
vesalings bágstaddra drengja; ef honum hefði verið kunn-
ugt um þann tíma iir lífi minu, hvernig mér leið og hversu
ég þjáðist, hefði honum ekki fundizt það léttbærara eða neitt
gaman frá að segja.“ Það var býsna margt sameiginlegt í lífi
Andersens og Dickens, og því var sízt að undra, þótt þeir
drægjust hvor að öðrum, jafnvel áður en þeir kynntust. Áður
en Andersen kom til Englands í fyrsta sinn, þegar árið 1846,
skrifaði hann enska gagnrýnandanum William Jerdan, sem
reynt hafði að telja hann á að koma til Englands: „Hve kær
er mér ekki Bulwer, hve mjög langar mig ekki til að taka i
höndina á Boz (þ. e. Dickens). Þegar ég les bækur hans,
finnst mér oft, að þetta hafi ég sjálfur lifað, þetta gæti ég
skáldað . . . Eins og vindurinn þýtur í klukkustreng hans,
þannig hef ég oft heyrt hann þjóta á köldum votum haust-
degi, og tíst engisprettunnar þekki ég vel úr hlýjum krók í
fátæklegri stofu foreldra minna.“
Á árunum 1845—47, þegar hver þýðingin á verkum H. C.
Andersens rak aðra í Englandi, var hann þar talinn hinn
mikli, furðulegi, nýuppgötvaði erlendi rithöfundur, „The
Dane“, Daninn, sem að vinsældum brátt skaraði fram úr
bæði Madame de Stael og Fredrika Bremer, þeim tveimur
útlendu höfundum, sem annars höfðu vakið mesta athygli í
Englandi upp rir 1840.
ftalíuskáldsaga H. C. Andersens, „Improvisatoren“, var
þýdd á ensku 1845 og vann sér mikla hylli, og seinna sama
ár komu tvær aðrar skáldsögur hans, „Kun en Spillemand“