Skírnir - 01.01.1967, Síða 15
Skírnir
H. C. Andersen og Charles Dickens
13
þar sem H. C. Andersen bjó, en hann var þá ekki heima.
Dickens skildi þar eftir stóran bókapakka, sem í voru tólf
bindi verka hans, sem þá voru komin út, og fremst í hvert
þeirra hafði Dickens skrifað: „Hans Christian Andersen. Frá
vini hans og aðdáanda, Charles Dickens.“ Þó að Andersen
sárnaði, að hann skyldi ekki vera heima, þegar Dickens kom
á hótelið, varð hann himinlifandi yfir hinni virðulegu gjöf
og skrifaði þegar í stað þakkarbréf til Dickens.
Hinn 10. ágúst fór H. C. Andersen frá London til Skotlands,
og þaðan kom hann ekki aftur fyrr en 26. ágúst. 1 það skipti
stóð hann aðeins nokkra daga við í London, áður en hann
héldi áfram ferð sinni til Þýzkalands. Hann hafði skrifað
Jerdan frá Edinborg til þess að spyrja hann, hvort hann
mundi geta fengið að hitta Dickens aftur — “my dear Dick-
ens“ —, og Jerdan hafði sagt honum, að Dickens væri nú
með fjölskyldu sinni í Broadstairs í Kent.
Meðan H. C. Andersen bjó hjá hinum enska útgefanda sín-
um, Richard Bentley, í Sevenoaks, sendi hann Dickens þetta
smábréf, dags. 29. ágúst:
My dear Dickens!
To morow I shall kome to Ramsgate, I hope you will giw
yours Adresse in the Royal Oak Hotel, where I shall remane
till the next morning, when I shall go by the stamboat to
Ostende. I must see you, and thank you; that is the last
flower for me in the dear England!
Your Admirer and true Friend for ever,
Hans Christian Andersen.
Dickens brá þegar í stað við og bauð Andersen að borða
kvöldverð með sér og fjölskyldu sinni daginn eftir klukkan
fimm í Broadstairs. Bréf Dickens endaði á þessum orðum:
„Þegar þér komið aftur til Englands — og það verðið þér
að sverja að gera skjótlega — vonast ég til að sjá yður oft
i húsi mínu í London. Þar hef ég fáeinar smámyndir og
fleira, sem ég vona, að þér hafið áhuga á. En hvar svo sem
þér eruð, þá treystið því, að ég verð ætíð yðar vinur og að-
dáandi, Charles DickensC