Skírnir - 01.01.1967, Page 18
16
Elias Bredsdorff
Skírnir
við annað, að þcr ættuð að vera heima og hvergi annars stað-
ar (nema þá í Englandi, þar sem við mundum fagna yður
hjartanlega) með pennann í hendi og vænan bunka af pappír
fyrir framan yður.“ Dickens skrifaði enn fremur, að honum
hefði fundizt „De to Baronesser“ töfrandi bók, og hann full-
vissaði hann „um innilegan hlýhug, vináttu og virðingu vin-
ar yðar og tryggs lesanda, Charles DickensC
Andersen var í Stokkhólmi, þegar honum barst bréf Dick-
ens, og það leið heilt ár, áður en hann skrifaði honum aftur.
„Þér eruð svo lifandi í huga mér, að mér finnst oft að ég búi
í sama húsi og þér, og þess vegna dregst að ég skrifi,“ segir
Andersen í bréfi sínu, þar sem hann öðru fremur þakkaði
Dickens fyrir „David Copperfield“, sem hann hefði lesið með
mikilli hrifningu. „Ég þrái fram úr hófi að sjá yður og tala
við yður.“
Árið 1853 gaf enski útgefandinn Richard Bentley út úrval
með þrjátíu nýjum ævintýrum og sögum eftir H. C. Ander-
sen. Bókin bar nafnið „A Poet’s Day Dreams“, og einnig hún
var tileinkuð Charles Dickens — „í minningar skyni af dönsk-
um vini hans og aðdáanda, Hans Christian AndersenC
Sumarið 1856 sendi Andersen bréf til Dickens með vini
sínum, sem var á leið til London. En Dickens var þá í Frakk-
landi, og bréf Andersens var sent honum þangað. Frá Bou-
logne skrifaði Dickens langt bréf til H. C. Andersens, þar sem
hann harmaði að hafa ekki getað tekið á móti vini hans, því
að hann mundi hafa orðið stórhrifinn af að þrýsta hönd þess
manns, sem nýlega hefði tekið í höndina á H. C. Andersen.
Síðan hélt Dickens áfram: „Og þér, vinur minn, — hvenær
komið þér aftur? Níu ár (eins og þér segið), hafa flogið, síð-
an þér voruð hjá okkur. Þessi níu ár hafið þér ekki bliknað
í hjörtum Englendinga, heldur eruð jafnvel enn þekktari og
meira elskaður en þegar þér voruð meðal þeirra í fyrsta sinn.“
Dickens stakk upp á, að Andersen kæmi til Englands aftur:
„Þér ættuð til dæmis að koma til mín og búa í húsi mínu.
Við mundum öll leggja okkur fram um að láta yður líða vel.“
Dickens skrifaði enn fremur, að hann væri af fullum krafti
að skrifa „Little Dorrit“ og bæði kona hans og dætur mundu