Skírnir - 01.01.1967, Side 21
Skímir
H. C. Andersen og Chafles Dickens
19
Frozen Deep“ eftir Wilkie Collins, og Charles Dickens lek
sjálfur aðalhlutverkið. Því miður lét Andersen sér úr greip-
um ganga tækifæri til að heyra Dickens flytja „Christmas
Carol“ opinberlega í London, í fyrsta sinn. f húsi Dickens
hitti hann Miss Burdett-Coutts, ríkustu konu Englands, og í
húsi hennar gisti hann einnig eina nótt.
f flestum bréfum sínum til danskra vina lét Andersen í
Ijós, að hann væri í sjöunda bimni. Allt var unaður og ein-
drægni, að minnsta kosti i fyrstunni: „Fjölskyldulífið var svo
innilegt, og ung stúlka að nafni Miss Hogarth, sem verið
hefur hér á heimili í mörg ár, skenkir teið og kaffið, leikur
við ungu dæturnar í húsinu og virðist vera í hæsta máta
elskuleg og menntuð stúlka. Dickens sjálfur er eins og hið
bezta í bókum hans: hjartanlegur, fjörugur, glaður og inni-
legur.“ Um frú Dickens skrifar hann, að hún sé „svo mild
og móðurleg, alveg eins og Agnes í „David Copperfield“ “,
og dæturnar voru „indælar, eðlilegar og að því er séð verður
gáfaðar“.
En svo gerðist það, sem oft vildi verða fyrir H. C. Ander-
sen, að það skipti um skap hans. Hann þjáðist af magakveisu
og tannverk og hann fékk þunglyndisköst. Og eftir nokkurn
tíma komst hann að þeirri niðurstöðu, að hvorki mágkona
Dickens, Miss Georgina Hogarth, eða börn Dickens kærðu
sig í rauninni neitt um hann. Hinn 22. júní skrifaði Andersen
í dagbók sína: „Charles (þ. e. elzti sonur Dickens) var allt
annað en þægilegur og ég kom aftur í mjög vondu skapi og
gat ekki leynt því. Þetta er fyrsti leiðindadagurinn í Eng-
landi.“ En það varð ekki sá síðasti! Hinn 27. júní skrifaði
hann um einn af hinum sonunum, Walter Dickens, og vin
hans: „— hvorugur þeirra sýndi áhuga á eða gaf því gaum
að hjálpa mér og taka eitthvað af fötum minum: þeir fóru
á undan ... ég ... hafði það á tilfinningunni að enginn
skeytti um mig . ..“.
Og daginn eftir, þegar Dickens var farinn: „— mér . . .
finnst ég vera framandi meðal ókunnugra; bara að Dickens
væri hér!“ Hinn 29. júní: „Miss Hogarth er ekki nærgætin,
synirnir ekki heldur, það er yfirleitt mikill munur á fjölskyld-