Skírnir - 01.01.1967, Side 25
Skirnir
H. C. Andersen og Charles Dickens
23
Dickens ekki freistinguna að skrifa á kort og festa það yfir
speglinum á snyrtiborðinu: „Hans Andersen svaf í þessu her-
bergi í fimm vikur — en fjölskyldunni fannst þær vera aldir.u
Það er því óhætt að fullyrða, að Dickens og fjölskylda hans
voru ekki nærri því eins hrifin af heimsókn H. C. Andersens
og hann var af að vera gestur á heimili Dickens. Ástæðurnar
til þess eru margar.
f fyrsta lagi er ýmislegt, sem bendir til þess, að Dickens
hafi af einhverjum ástæðum verið orðinn Andersen mótsnú-
inn, áður en hann kom til Englands. Vitanlega á léleg ensku-
kunnátta Andersens sinn þátt í sökinni. Hóflaus sjálfhverfni
hans, hræðslugirni og viðkvæmni — í stuttu máli allir þeir
eiginleikar, sem oft ollu því, að beztu vinir hans heima í
Danmörku misstu þolinmæðina, hafa að sjálfsögðu átt sinn
þátt. Þar að auki kom Andersen af illri örlagaglettni til
Dickens á mjög óheppilegum tíma. „1 sumar munuð þér
finna mig frjálsan mann,“ hafði Dickens skrifað Andersen
frá Boulogne. En rétt eftir að Andersen kom til Gad’s Hill,
dó einn af nánustu vinum Dickens, bókmenntamaðurinn
Douglas Jerrold, og lét eftir sig ekkju og börn í ómegð. Dick-
ens varð því þegar í stað að skipuleggja upplestrarkvöld og
áhugamannaleiksýningar o. s. frv. til ágóða fyrir „Fjölskyldu-
sjóð Douglas Jerrold“. Loks var svo samband Dickens við konu
sina síður en svo hamingjusamt um þessar mundir, þó að
aðalástæðan fyrir misklíð þeirra og skilnaði kæmi ekki til
skjalanna, fyrr en mánuði eftir að H. C. Andersen var farinn
af heimilinu. Og svo að lokum sú ástæða, sem ef til vill var
þyngst á metunum: Andersen var allt of lengi hjá Dickens.
I bréfi, sem hann skrifaði Dickens rétt áður en hann kom,
hafði hann talað um að verða viku til hálfan mánuð, og sjálf-
ur hafði Dickens sýnilega búizt við hálfmánaðardvöl —- en
Andersen stóð við i fimm vikur.
I’egar öllu er á botninn hvolft er þó meginskýringin að
líkindum sú, að H. C. Andersen og Charles Dickens voru allt
of ólikir til að geta orðið raunverulegir vinir. I bókum sínum
gat Dickens oft verið ofsalega tilfinningasamur, en aldrei í
framkomu sinni. Meðal vina var hann mesti æringi. Kímni