Skírnir - 01.01.1967, Síða 32
30
Magnús Már Lárusson
Skírnir
Skúla og Hákonar er djúp, sem Hákon reynir að brúa til frið-
ar landinu, m. a, með því að kvænast dóttur Skúla og síðan
að gjöra Skúla að hertoga. Svo sem kunnugt er, kom þessi
viðleitni fyrir ekki. Skúli hertogi hóf uppreisn og gjörði til-
kall til konungdóms, sem hann var borinn til. En þessu lykt-
aði með falli Skúla 1240. Og sem kunnugt er, var dráp Snorra
1241 ein af afleiðingum þess. Nú kann sú spurning að gjöra
vart við sig, hvort Snorri hafi verið stjórnmálamaður og alið
á einhverri pólitískri skoðun. Séu heimildir grandskoðaðar, þá
virðist einsætt, að svo hafi verið.
Séu heimildir athugaðar, kemur nægilega margt fram til
þess að leiða í ljós meginstefnu skoðana hans. Heimildir skýra
svo frá, að 1218—19 hafi hann verið með Skúla jarli. Um
sumarið eftir, 1220, fór hann austur á Gautland á fund Ás-
kels Magnússonar lögmanns og frú Kristínar konu hans, er
áður hafði átt Hákon galinn, er andaðist 1214. Segir um þetta
í íslendinga sögu kap. 35: „Snorri hafði ort um hana kvæði þat,
er Andvaka heitir, fyrir Hákon jarl at bœn hans. Ok tók hon
sœmiliga við Snorra ok veitti honum margar gjafir scemiligar.
Hon gaf honum merki þat, er átt hafði Eiríkr Svíakonungr
Knútsson. Þat hafði hann, þá er hann felldi Sgrkvi konung
á Gestilsreini.“ Heimild þessi er allathvglisverð, auk þess sem
hún er nokkuð trúverðug, þótt skringileg sé. Það er sjaldan,
sem íslendingi hefir áskotnazt jafnfágætur hlutur í farar-
minningu: merkið, sem leiddi Fólkungaherinn til sigurs. Á
þetta atriði bendir Erik Lönnroth í grein sinni „De akta folk-
ungarnas program“. Hins vegar nefnir Sture Bolin ekki Ás-
kel lögmann í grein merkri, er heitir „Folkungarna. En ter-
minologisk och historiografisk undersökning“. Á því leikur
vart vafi, að Sturla Þórðarson færir hann rétt í ætt, er hann
er sagður vera sonur Magnúss minniskjaldar, en bróðursonur
Birgis jarls brosu. En þá er hann einnig bróðir Birgis jarls,
föður Valdimars og Magnúss Svíakonungs hlöðuláss. Það er
því stórmenni, sem Snorri sækir heim á Gautlandi. Um erindi
Snorra virðist ekkert koma fram í heimildum. Eitthvert til-
efni hlýtur samt að hafa verið til fararinnar.
Áskell lögmaður er einn fremstur Svía um þessar mundir