Skírnir - 01.01.1967, Qupperneq 33
Skirnir
Þrístirnið á Norðurlöndum
31
og er hafður til sendifarar til Noregskonungs nokkrum sinn-
um, eins og fram kemur í Hákonar sögu gamla. Vera kynni,
að Snorri hefði flutt honum cinhver boð Skúla jarls og Há-
konar konungs, þótt eigi sé þess getið. Hvað sem þessu líður,
hefir það auðsæilega verið nokkurs vert fyrir Snorra að fara
þessa för til lögmanns. Kemur það fram í ritum Snorra, að
hann hefir yfir nokkurri sérþekkingu að búa, að því er varðar
staðhætti og menn á því svæði, sem nú kallast Svíþjóð. Áskell
var lögmaður Vestur-Gauta, og einmitt um það leyti, sem
Snorri sótti hann heim, vann lögmaður að því að endurskoða
Vest-Gautalögin fornu í þeim tilgangi að tryggja sigurinn á
Gestilsrein. Fólkungar höfðu gert uppreisn gegn Sörkvi kon-
ungi, þar sem hann studdist við kirkjuna og frænda sinn
Valdimar Danakonung og vildi umbreyta hinu forna kon-
ungsveldi Svía í horf hins rómanska og suðræna konungdóms,
þar sem konungurinn af Guðs náð í umboði kirkjunnar hafði
vald á hinu verzlega sverði. Slíkt merkti styrkingu konungs-
valdsins gagnvart höfðingjavaldinu, m. a. á þingum. Hinum
slórbrotnu höfðingjum Norðurlanda var þetta ekki ljúft, Vegna
nálægðar við meginland Evrópu tókst þó að koma á liinum
suðræna konungdómi í Danmörku á dögum Valdimaranna,
en ekki átakalaust. Sörkvi mistekst þetta í Svíþjóð, því að
voldugasta ættin rís gegn honum. Er hann svo felldur á Gest-
ilsrein, en Áskell lögmaður fer að endurskoða Vest-Gautalög-
in til að koma í veg fyrir, að konungsveldið geti eflzt liáska-
lega móti veldi ættar hans, hinna eldri Fólkunga, sem líka er
heiti á flokki þeim, er fylgdi þessari stefnu fram. En áratug
eftir fall Skúla er stefna þess öll í Svíþjóð.
Sé nú aftur horfið til Noregs, þá er það auðsætt, að Skúli
jarl muni vera fylgismaður sömu stefnu og þeir Fólkungar
í Svíþjóð. Hann er fulltrúi hinnar fornu germönsku höfðingja-
stefnu í Noregi og lendir í átökum við fulltrúa hinnar nýju
suðrænu stefnu, Hákon konung. Hitt er það, að hvorki Skúla
né Snorra gat verið það ljóst um 1218—19, að unglingurinn,
Hákon, þótt konungur væri, mundi standa yfir höfuðsvörðum
þeirra beggja. Til þess var ekkert efni. Þvert á móti mætti
líta svo á, að hin gamla stefna mundi sigra í Noregi, rétt eins