Skírnir - 01.01.1967, Síða 34
32
Magnús Már Lárusson
Skímir
og hún var búin að sigra í Svíþjóð fyrir skemmstu. Hin nána
og sterka samvinna konungs og erkibiskups í Niðarósi varð
til þess að veikja vald höfðingja frá því, sem að fornu hafði
verið. Nú er það konungurinn, sem veitir nafnbætur og lén,
í samræmi við hinar suðrænu skoðanir, og seinna á öldinni
(1277) er breytt til um heiti, þannig að skutilsveinar verða
riddarar, en lendir menn barúnar. Þetta gat enginn séð fyrir
1218-19.
1 sambandi við Snorra má hér nefna, að Islendinga saga
skýrir svo frá, að þeir Hákon konungur og Skúli jarl gjörðu
hann fyrst að skutilsveini og svo að lendum manni. Hákonar
saga nefnir hins vegar, að Hákon konungur gaf honum lends
manns nafn, en nefnir ekki Skúla í því sambandi, eins og eðli-
legt er, eftir því sem fram hafði komið áður í rás sögunnar.
Hákonar saga var rituð handa hinum fullvalda Noregskon-
ungi, en faðir hans hafði brotið á bak aftur uppreisnarmann-
inn Skúla. Það verður því óhjákvæmilega nokkur munur á
framsetningu þessara tveggja verka eins og sama höfundar
vegna forsendnanna. Þessi munur getur þó skipt máli. Þegar
Snorri mælti ,Út vil ek‘ 1239, þá má vera, að hann hafi óhlýðn-
azt konungi, en hitt má einnig vera, að hann hafi álitið sig
eins skuldbundinn Skúla, því um leið og slík nafnbót er veitt,
verður þiggjandinn að sverja veitanda trúnaðareiða. Og svo
hefir eflaust verið gert 1220, er Snorri er gerður að lendum
manni, hvort sem Skúli hefur gert hann að „fólgsnarjarli“
1239 eða ekki.
Böggull fylgdi skammrifi. Hinn nýi lendi maður átti að
reka sérstakt erindi hér heima. fslendinga saga segir, að Snorri
hafi ætlað heim um vorið. „En þó voru Nóregsmenn miklir
óvinir fslendinga ok mestir Oddaverja — “. Var þá ráðin her-
för til landsins eins og áður gat, og virðist Skúli jarl hafa
verið helzti hvatamaður þess. Snorri latti fararinnar, sem
kunnugt er, og varð ekki úr, heldur var hann látinn fara heim
með nafnbót „at friða fyrir Austmönnum“ eins og Hákonar
saga orðar þetta. Sú heimild getur þess og eins og íslendinga
saga, að Snorri skyldi koma landinu undir konung. En um