Skírnir - 01.01.1967, Síða 36
HALLDÖR HALLDÓRSSON:
ÍSLENZKIR NAFNSIÐIR
OG ÞRÓUN ÍSLENZKA NAFNAFORÐANS.
- O y
Sumarið 1967 skipaði dr. Gylfi Þ. Gislason menntamála-
ráðherra nefnd til þess að gera tillögur um frumvarp til nýrra
laga um íslenzk mannanöfn, enda sýnt, að lög þau, sem nú
eru í gildi, eru úrelt og hafa raunar aldrei verið framkvæmd
i veigamiklum atriðum. f mannanafnanefndinni eiga þessir
menn sæti: Armann Snævarr háskólarektor, Einar Bjarnason
rikisendurskoðandi, Halldór Halldórsson prófessor, Klemenz
Tryggvason hagstofustjóri (formaður) og Matthías Johannes-
sen ritstjóri. Grein sú, sem hér fer á eftir, er m. a. samin til
þess að sýna ýmis þeirra vandamála, sem við er að glíma í
þessum efnum, en ekki til þess að korna tilteknum skoðunum
um þau á framfæri.
íslenzkir nafnsiðir eru mótaðir af tveimur ólíkum nafna-
kerfum, föðurnafnakerfinu annars vegar og ættarnafnakerf-
inu hins vegar. Þetta gerir það að verkum, að ýmiss konar
ósamkvæmni gætir í íslenzkum nafnsiðum. Mér vitanlega
hefir þetta efni aldrei verið rannsakað að gagni, enda er það
mikið verk. Það litla, sem ég legg hér fram, ber ekki að líta
á sem neina slíka heildarrannsókn, heldur sem athuganir
mínar á því, sem ég hefi tekið eftir í umhverfi mínu og skráð
hjá mér. Það má vel vera, að ég hafi ekki veitt ýmsum at-
riðum, sem máli skipta, eftirtekt. Auk þess er erfitt að full-
yrða um tíðni einstakra fyrirbrigða. Það, sem ég segi um slíkt,
að því er nafnsiðina varðar, er ekki reist á neinni heildar-
könnun. Ég get þess aðeins, hvað mér hefir virzt öðru tíðara.
Þá má geta þess, að nafnsiðir meðal þeirra, sem þúa, eru að