Skírnir - 01.01.1967, Side 44
42
Halldór Halldórsson
Skímir
börn að ræða. Þessi siður er þannig á engan hátt einskorð-
aður við ófeðruð börn.
Ég hefi nú getið hins helzta, sem ég hefi veitt eftirtekt um
notkun fornafna og eftirnafna í umtali og ávarpi, svo og
nokkurra fleiri atriða, sem varða islenzka nafnsiði. En þetta
atriði þarf miklu nákvæmari athugunar við. Þetta varðar
notkun máls og er að því leyti málvísilegt. En engu síður er
þetta félagsfræðilegt viðfangsefni, og væri því æskilegt, að
það væri sameiginlega rannsakað af málvisindamanni og fé-
lagsfræðingi.
En fleira varðar islenzka nafnsiði en það, sem nú hefir
verið nefnt. Eitt mikilvægt atriði þeirra er nafnaval. Ég vík
fyrst að eftirnöfnum. Segja má, að þar sé nú ekki um neitt
valfrelsi að ræða. En ef litið er á eftirnöfn Islendinga nú,
sést, að þau skiptast i tvo hópa: föSurnöfn og ættarnöfn.
Föðurnafnasiðurinn er gamall germanskur siður, sem tiðkazt
hefir hér frá landnámsöld, en er aldauða eða svo til aldauða
í öðrum germönskum löndum. Þó er til í sænskum sveitum,
að stúlkubörn að minnsta kosti kenna sig til föður fram að
giftingu eða nota föðurnafnið sem millinafn. T. d. gæti stúlka,
sem skírð væri Britta og væri dóttir Nils Jönsson, kallað sig
Britta Nilsdotter eða Britta Nilsdotter Jönsson, þar til hún
giftist. En þessi siður er deyjaridi með Svíum og verður vafa-
laust aldauða innan skamms. Vera má, að svipað komi fyrir
i öðrum norrænum löndum, þótt mér sé ekki kunnugt. En ef
litið er á málið í heild, má segja, að ísland sé eina germanska
landið, sem varðveitt hefir þennan ævaforna sið að nokkru
ráði.
Ættarnafnasiðurinn er sennilega hingað kominn frá Dön-
um. Til germanskra þjóða mun hann hafa borizt frá Róm-
verjum. Elztu íslenzku ættarnöfnin eru frá 17. öld, svo sem
Vídalín, sem mun vera elzt, og Thorlacius, sem er ekki miklu
yngra. Talið er, að Arngrímur lærði hafi fyrstur tekið upp
nafnið Vídalín. Hann ritaði nafn sitt á bækur sínar Arngrim-
us Jonas (eða Jonæ) Islandus og bætir stundum W aftan við,
en það er talið skammstöfun á Widalinus. Bamaböm Am-
grims tóku svo Vidalíns-nafnið upp. Thorlaciusar-nafn er