Skírnir - 01.01.1967, Page 46
44
Halldór Halklórsson
Skírnir
í þriðja flokki telja þau sem að öllu eru útlend, og eru
þau auðkennd með f.
Skoði maður skýrslu þessa, þá sýnir það sig, að á öllu
íslandi voru þetta ár 155 ýmisleg ættarnöfn, og voru 62
af þeim í 1. flokki, 46 í 2. flokki og 47 í 3. flokki.“
Þannig farast höfundi formálans við mannanafnaskýrsluna
frá 1855 orð. Iíeildartala ættarnafna er þá 155, en skýrslan
segir ekkert um, hve margir bera þessi ættarnöfn. Ekki treyst-
ist ég til að draga í efa þá fullyrðingu höfundar, að dregið
hafi úr upptöku nýrra ættarnafna á þessu skeiði. En ef hún
hefir við rök að styðjast, hefir ný alda ættarnafna riðið yfir
þjóðina síðar. Tvær ástæður munu vega þar mest. Hin fyrri
er, að erlendir menn hafa gerzt heimilisfastir á Islandi og
haldið sínum gömlu ættarnöfnum. Efin síðari er, að íslenzkir
menn hafa tekið upp ættarnöfn. t skýrslunni Islenzk manna-
nöfn samkvœmt manntalinu 1. des. 1910, sem út var gefin af
Hagstofu Islands 1915, segir, að þá hafi 297 ættarnöfn verið
borin af mönnum fæddum hér á landi. Um nöfn manna, sem
hér voru heimilisfastir, en erlendir að uppruna, er ekki getið.
Sýnilegt er, að skýrslurnar eru ekki sambærilegar, þar sem í
skýrslunni frá 1855 er getið um ættarnöfn allra, sem heim-
ilisfastir eru í landinu, en í skýrslunni frá 1910 aðeins þeirra,
sem fæddir eru í landinu. Hins vegar er vandalaust að gera
skýrslurnar sambærilegar, því að eins og áður er sagt, voru
47 þeirra ættarnafna, sem skýrslan frá 1855 greinir frá, bor-
in af erlendum mönnum að fæðingu. Sambærilegar tölur eru
því 1855 108 ættarnöfn borin af mönnum fæddum á Islandi,
en 297 árið 1910. Hefir tala ættarnafna þannig því nær þre-
faldazt á rúmum 50 árum. En um tölu berenda ættarnafna
er enn sem fyrr ókunnugt.
Um þessar mundir virðist vera allmikill áhugi á því, að
komið sé skipan á nafnvenjur tslendinga og um það efni sett
lög, enda höfðu engin lög gilt um þessi mál áður. Á Alþingi
1912 fluttu þeir Guðlaugur Guðmundsson sýslumaður og
Stefán Stefánsson skólameistari frumvarp til laga um nýnefni.
Fjallaði frumvarp þetta um nafnbreytingar, ný nöfn á býl-
um og ný mannanöfn. Skal efni þess ekki nánar rakið hér,