Skírnir - 01.01.1967, Síða 48
46
Halldór Halldórsson
Skírnir
svo að vel færi. Þetta kemur fram í 8. grein laganna, þar sem
segir, að stjórnarráðinu sé falið að gefa út skrár og leiðbein-
ingar um þessi efni. Ákvæði 8. gr. eru á þá leið, að stjórnar-
ráðinu er falið að láta semja:
„1. Skrá yfir orð og heiti, scm fallin þykja til að hafa að
ættarnöfnum.
2. Skrá yfir góð íslensk, forn og ný eiginheiti karla og
kvenna, er sjerstaklega sýni, hvernig eigi að mynda
konunafn af karlmannsnafni og karlmannsnafn af
konunafni.
3. Skrá yfir skammstafanir þær á eiginheitum manna,
sem æskilegt þykir að nota.“ (Alþt. 1913 A, 1554)
Eftir að nafnalögin höfðu verið samþykkt, skipaði stjórnar-
ráðið nefncl til þess að semja fyrr greindar skrár. Sæti í henni
áttu þeir Einar Hjörleifsson, Guðmundur Finnhogason og
Pálmi Pálsson. Nefndarálit þeirra er undirritað 24. febrúar
—1£U5, og var álitið ásamt lögunum og nafnaskrám gefið út
að tilhlutun Stjórnarráðs fslands 1915. Er þetta hið merkilcg-
asta plagg, og má þar fá skýringu á myndun ýmissa ættar-
nafna, sem nú tíðkast. f nefndarálitinu segir m. a.:
„Oss hefir þótt miklu skifta, að ættamöfnin yrðu sem
fjölbreyttust. Vér höfum því haft nokkrar endingar til að
smíða með þeim ný orð. Þessar endingar eru: -an, -on,
-jer, -mann og -star, og skal nú gerð nokkur grein fyrir
hverri þeirra. (ísl. mannan. 1915, 11).
Skal nú farið nokkrum orðum um hverja þessara endinga.
Nefndin bendir á, að endingin -an tákni í sumum íslenzkum
orðum hreyfingu frá stað eða upptök á einlivcrjum stað. Rétt
er, að í nokkrum atviksorðum táknar endingin -an lireyfingu
frá stað og hefir gert frá upphafi íslenzks máls, sbr. austan,
utan o. s. frv. 1 samræmi við þetta býr nefndin til ættarnöfn
~IrTbæjarnöfnum. Sem dæmi um nafn af þessu tæi, sem runn-
ið er frá nefndinni, mætti nefna Markan, sem merkir sam-
kvæmt þessu „frá Mörk“. Enn fremur bendir nefndin rétti-
lega á, að ýmis forn viðurnefni höfðu þessa endingu, svo sem
kváran, kamban o. s. frv. En þegar nefndin býr til orð eins og
Aran, sem ætti eftir skýringum hennar að merkja „afkom-