Skírnir - 01.01.1967, Page 51
Skírnir íslenzkir nafnsiðir og þróun íslenzka nafnaforðans
49
nöfn, sem upp eru tekin síðan lög nr. 41, 1913, komu í gildi,
mega halda þeim alla ævi.“ Eins og áður er tekið fram (bls.
39), felur þetta í sér, að öll ættarnöfn, sem upp höfðu verið
tekin samkvæmt lögunum frá 1913, eiga að afmást í ann-
arri eða þriðju kynslóð. Með þessu er í rauninni gert að engu
starf fyrr greindrar ættarnafnanefndar. Öll nöfn, sem tekin
höfðu verið upp samkvæmt tillögum hennar, áttu með tím-
anum að hverfa. Kunnugt er, að reynslan hefir ekki orðið sú.
Þessum lögum hefir ekki verið framfylgt að þessu leyti frem-
ur en að því, er varðar skírnarnöfnin. Hins vegar er erfitt að
rannsaka, hve mikil brögð eru að þessu, með því að ekki hefir
verið gefin út heildarskrá um ættarnöfn eftir 1910. Og jafn-
vel slík skrá myndi engan veginn nægja. Nauðsynlegt væri
einnig að vita, livenær hvert ættarnafn er upp tekið og hve-
nær hver berandi ættarnafns er fæddur til þess að fá fulla
vissu um frávik frá lögunum. Hitt er svo annað mál, sem ég
skal ekki fullyrða neitt um, þar sem ég er ekki löglærður,
hvort þessi frávik eru nú fyrnd eða ekki eða hvort sum þeirra
cru það, en önnur ekki.
Bæði í lögunum frá 1913 og 1925 er vikið að því, hvernig
fara skuli um nöfn erlendra manna, sem hér kunni að setj-
ast að. 1 rauninni eru ákvæðin svipuð, þótt nokkur munur
sé þó á. 1 lögunum frá 1913 segir, að útlendingum, sem hing-
að koma, sé frjálst að rita löglegt heiti sitt á sinn vanahátt
(13.gr.). 1 lögunum frá 1925 segir, að um þetta fólk gildi
sama og þá íslenzka þegna og niðja þeirra, sem beri ættar-
nöfn, sem eldri eru en frá þeim tíma, er lög nr. 41, 10. nóv.
1913 komu í gildi, enda hafi þau ættarnöfn, sem yngri eru
en frá aldamótum, verið tekin upp með löglegri heimild. En
auðvitað gilda ákvæðin um skírnarnöfn um niðja íslenzkra
ríkisborgara á Islandi, þótt þeir séu af erlendu bergi brotnir.
Fram hjá því atriði hefir vafalaust oft verið farið og með
flutningi erlends fólks til íslands hefir ættarnafnafjöldinn vit-
anlega aukizt mikið eftir 1925. Einstaka útlendingur hefir
þó fært nafn sitt í íslenzkt form af sjálfs dáðum, eftir að hann
hefir fengið íslenzkt ríkisfang. Þannig breytti Robert Ahra-
ham nafni sínu í Róbert A(braham) Ottósson, eftir að hann