Skírnir - 01.01.1967, Side 59
Skirnir íslenzkir nafnsiðir og þróun íslenzka nafnaforðans 57
Seinni gerðin er miklu yngri. Ég hygg, að nafnið Ólafía sé
elzt jpessara nafna. Það er samkvæmt rannsóknum Svavars
Sigmundssonar cand. mag. fyrst kunnugt í Stephensens-ætt
snemma á 19. öld. Og árið 1855 bera 23 konur þetta nafn.
Algengustu viðskeytin, sem notuð eru, eru -ía og -ína, t. d.
Hákonía, Hálfdanía, Tryggvanía, Gestína, Sturlína og Vil-
mundína. Þó að nöfnum af þessu tæi bregði fyrir 1855, er
það þó barnaleikur miðað við það, sem siðar varð. f manntal-
inu 1910 eru þau mjög tíð, og sama er að segja um tíðni þeirra
í skýrslu Þorsteins Þorsteinssonar um skírnarnöfn 1921—50.
Um þetta hefi ég nokkuð rætt í Andvara 1962 og skal ekki
endurtaka það.
Goðfræðileg nöfn hafa upp á síðkastið komizt nokkuð í
tizku. Eins og kunnugt er, tíðkaðist ekki að fornu að skíra
börn nöfnum goða. Undantekning er nafnið Bragi, sem kunn-
ugt er sem mannsnafn í Noregi frá fyrri hluta 9. aldar. Þær
skýringar, sem fram hafa komið á þessari undantekningu,
skal ég láta liggja milli hluta. Litlar sögur fara af þessu nafni
á íslandi fyrr á tímum. Þó mun einn maður með þessu nafni
hafa verið uppi á 17. öld. Árið 1703 ber einn maður þetta
nafn, en 1855 enginn. Það ár bar einn Baldursnafn og Nönnur
voru þrjár og Iðunnir þrjár. Hins vegar voru sextán Nönnur
1703. En þetta breytir þó ekki þeirri staðreynd, að tíðni slikra
nafna hefir aukizt mikið. Til þess að sýna það skal ég gera
samanburð á tíðni sex nafna af þessu tæi 1910 og 1921—50:
Baldur 41 á móti 337, Bragi 10 á móti 296, Þór 9 á móti 725,
Freyfa 11 á móti 42, Laufey 131 á móti 184 og Nanna 32
á móti 115. En þetta segir ekki alla söguna, því að eftir 1910
eru tekin upp mörg goðfræðileg nöfn, sem ekki hafa áður
verið notuð sem mannanöfn á Islandi. Mætti þar til nefna
nöfn eins og Ffalar, Sváfnir, Gullveig og Sif.
Ég læt hér staðar numið að sinni. Verkefnið, sem ég tók
til meðferðar, er svo stórt, að ég hefi aðeins getað stiklað á
stóru. Ætlun mín var ekki að leggja dóm á þróunina, heldur
aðeins að bregða upp nokkrum staðreyndum, sem ég hefi
athugað.