Skírnir - 01.01.1967, Qupperneq 61
Skírnir
59
Islenzk fræði i Ástraiíu
in á tiltekið þróunarstig, stofnaði nýlendustjórnin háskóla til
þess að mennta embættismenn nýlendunnar. Fyrsti nýlendu-
háskólinn var stofnsettur í Sydney, höfuðborginni í Nýja Suð-
ur-Wales, 1852, en Vestur-Ástralía fékk háskóla 1913, siðast
af ríkjunum sex.1)
Ástralskir háskólar voru sniðnir eftir skozkum háskólum
fyrri tíðar og enskum héraðsháskólum, sem komið var á fót
á öldinni, sem leið. Þeir voru yfirleitt heimangönguskólar,
þótt svo væri um hnútana búið, að undirháskólar með heima-
vist (colleges) gætu starfað innan háskólanna. Þeir voru ver-
aldlegir, þar sem þeir voru stofnaðir af ríkinu, en ekki af
kirkjum, í þann tíma er veraldarhyggja var að verða ráðandi
meðal ástralskra menntafrömuða. Háskólarnir voru óháðir og
tóku við ölhim piltum, sem stóðust tilskildar hæfniskröfur.
Áður en langt um leið, fengu stúlkur einnig aðgang að há-
skólunum. Segja má, að nýlenduháskólarnir gömlu hafi borið
vott um trú og bjartsýni á viðgang ástralsks samfélags.
Gróskan var þó ekki mikil i þessum háskólum. Um 1880
hafði Háskólinn í Melbourne aðeins útskrifað 49 kandídata.
Um þetta leyti var sú skoðun farin að ryðja sér til rúms, að
háskólar ættu að mennta verkfræðinga, búfræðinga og kaup-
sýslumenn rétt eins og fræðimenn í hefðbundnum lærdóms-
greinum. Af þessu leiddi miklu örari þróun, og hélt svo fram
fyrstu áratugi 20. aldar. Árið 1939 voru 15.000 stúdentar
við 6 ástralska háskóia.
Á árunum milli heimsstyrjaldanna kemur til nýjung, sem
er þáttur í þróunarsögu Ástralíu. Þá var komið á fót undir-
háskólum í borgum og kaupstöðum, og var hver þeirra tengd-
ur einhverjum stóru háskólanna. Hinn fyrsti, sem stofnaður
var í Canberra 1929, var tengdur við Háskólann í Melbourne.
Canberra hafði orðið höfuðborg sambandsríkisins tveimur ár-
um áður, og þótti nauðsynlegt að hafa háskóla í borginni,
þar sem stjórnin hafði aðsetur.
Viðtækari hafa þó breytingarnar orðið eftir síðari heims-
]) Áríð 1901 voru áströlsku nýlendurnar sex sameinaðar í eitt ríki,
Sambandsríki Ástralíu (Commonwealth of Australia). Eftir það eru ný-
lendurnar kallaðar ríki.