Skírnir - 01.01.1967, Side 62
60
Jolm Stanley Martin
Skírnir
styrjöldina. Menntamál höfðu lotið stjórn ríkjanna sex, en
sambandsstjórnin hefir orðið að taka á sig sívaxandi ábyrgð
í þeim efnum. I fyrsta lagi hafði hún yfirumsjón með endur-
hæfingu og menntun hermanna, sem barizt höfðu í styrjöld-
inni, og í öðru lagi eru fjárveitingar til menntamála að miklu
leyti í hennar höndum.
Áþreifanlegasta breytingin á háskólunum hefir verið út-
þensla þeirra. Því veldur ekki einungis fólksfjölgun í Ástr-
alíu, heldur og vaxandi gildi háskólamenntunar. Stúdentum
hefir fjölgað úr 15.586 1945 í 83.320 1966. Á sama tíma hefir
háskólum fjölgað úr 6 í 11.
Enn fremur hefir mikil áherzla verið lögð á æðri tækni-
menntun, svo sem sjá má t. d. á stofnun Tækniháskólans í
Sydney (University of Technology in Sydney) og þeim áhrif-
um, sem hann hefir. Víðfrægur er Ástralski þjóðarháskólinn
í Canberra (Australian National University at Canberra),
stofnaður 1946. Þar eru rannsóknarskólar í læknisfræði, eðl-
isfræði, félagsvísindum og Kyrrahafsfræðum.
Iðkun íslenzkra fræða er nær eingöngu bundin við þetta
síðastnefnda timabil, eftir stríðið, enda þótt brautryðjanda-
starfið hafi verið unnið fyrr. Alls staðar nema við Háskólann
í Melbourne er nám í forníslenzku hluti af svonefndu „hon-
ours“-námi í ensku. Allir ástralskir háskólar hafa tvenns kon-
ar prófgráður í heimspekideild. Þar geta menn annaðhvort
tekið „pass“-course á þremur árum eða „honours“-course á
fjórum árum, og er hið siðartalda nauðsynlegt þeim, sem
stefna að æðri lærdómsgráðum. Hvarvetna þar sem íslenzka
er stunduð við ástralska háskóla, er hún kennd til meiraprófs
(honours-course).
Prófessor Augustln Lodewyckx, frumkvöSull
íslenzkra fræða í Astralíu
Melbourne, höfuðborg Viktoríu-rikis, var fyrsta borgin, þar
sem forníslenzka var kennd við háskóla í Ástralíu. Þar hófst
iðkun hennar með starfi prófessors Lodewyckx 1938. Augustin
Lodewyckx fæddist í Booischot í Belgíu 1876. Hann stundaði