Skírnir - 01.01.1967, Síða 67
Skirnir
íslenzk íræði í Ástralíu
65
ings eru íslenzkar sögur í þýðingum felldar inn í námskeið,
sem fjallar um sagnaskáldskap í bundnu máli og óbundnu og
stúdentar sækja á öðru námsári, og er þannig vakinn áhugi
þeirra á íslenzkum bókmenntum. Til skamms tíma var öll-
um stúdentum á þriðja ári gert að skyldu að lesa forníslenzku,
en nú er hægt að velja milli þess og viðbótarnáms í forn- og
miðensku.
Prófessor Maxwell hefir haft djúptæk áhrif á iðkun ís-
lenzkra fræða í Ástralíu og er nú fremsti fræðimaður í þeirri
grein. Þýðingar hans á íslenzkum fornsögum eru mjög vel
gerðar, en því miður hefir lítið birzt á prenti. Áhugi hans á
sér engin takmörk, og maðurinn er gæddur þeim fágætu
hæfileikum að geta einnig kveikt þennan áhuga með nem-
endum sínum. Hann aðstoðar þá með því að vélrita, eftirrita
og binda ýmiss konar útdrætti, svo og eintök af kennslubók-
um og sögum, sem skýringar og athugasemdir hafa verið
skrifaðar í. Það er ekki óalgengt, að Ian Maxwell fari í úti-
legu með nemendum sínum út í ástralska buskann („bush”)
til þess að lesa með þeim íslendinga sögur. Hann er ágætur
buskamaður (bushman).1) Það var því maklegt, að forseti
Islands skyldi sæma hann fálkaorðunni 1966.
Prófessor Maxwell hefir örvað marga til þess að hefja nám
í íslenzku. Ýmsir, sem hafa verið nemendur hans, mynda
hópa og hittast reglulega til þess að lesa saman. Hópur, sem
stúdentaráðgjafarnir Robert Priestly og Marjory Ross stjórna,
hefir notið uppörvunar hans, og sjálfur tók hann að sér hóp-
inn, sem safnaðist kringum prófessor Lodewyckx.
Það má teljast merkur áfangi á þróunarbraut íslenzkra
fræða í Melbourne, er Gabriel Turville-Petre prófessor í Ox-
ford kom þangað til sjö mánaða dvalar 1965. Prófessor Tur-
ville-Petre, sem bæði þekkti til starfa Ians Maxwells og var
hrifinn af, tók fúslega boði um að fara til Melbourne sem
gistiprófessor tvö misseri. Prófessor Turville-Petre kenndi
framhaldshópunum í germönskudeildinni (Department of
x) 1 Ástralíu er enska orðið „bush“ haft um ónumin landsvæði, skóga
og aðrar óbyggðir, og „bushman" er haft um þann, sem þekkir náttúru
þeirra og kann að bjarga sér, þegar þangað er komið. ÞýS.
5