Skírnir - 01.01.1967, Síða 68
66
John Stanley Martin
Skírnir
Germanic Studies) og öllum hópum í enskudeildinni. Auk
þess flutti hann opinberan fyrirlestur um forna frjósemis-
dýrkun á Norðurlöndum og fyrirlestraflokk um dróttkvæði.
Heimsókn þessa nafnkunna fræðimanns hefir verið ómetan-
leg þeim, sem við forníslenzku fást, og vakið athygli margra
annarra á gróskunni í íslenzkum fræðum í Ástralíu.
tslenzk fræði í Sydney
1 Háskólanum í Sydney, elzta háskóla Ástralíu, hefir forn-
íslenzka einnig verið kennd um árabil. Prófessor George
Shipp hóf þá kennslu 1942. George Shipp var þá lektor (lec-
turer) í latínu, en varð síðar prófessor í grísku. Islenzkunám
er þarna hluti af námi í ensku eins og í öðrum áströlskum
háskólum.
Um sextán ára skeið gátu meiraprófsstúdentar í ensku val-
ið tvær af þessum þremur greinum: fornenskum bókmennt-
um, miðenskum bókmenntum og forníslenzku fyrir byrjend-
ur. Þeir, sem kusu íslenzku, urðu á fjórða ári að helga sig
frekara námi í forníslenzku á eigin spýtur. Sérstakir fyrir-
lestrar og rannsóknaræfingar voru ætlaðar þeim, sem þetta
nám stunduðu. Árið 1948 varð forníslenzka valgrein á fjórða
ári eingöngu, og stóð svo til 1958. Prófessor George Shipp
annaðist íslenzkukennsluna í 16 ár.
Árið 1959 var hætt við nýju námskeiði í íslenzkum forn-
bókmenntum, sem var valfrjálst stúdentum á þriðja og fjórða
ári. Þeir hafa skyldunámskeið í fomensku, miðensku og nú-
tíma málvísindum og velja sér svo grein til viðbótar. 1 boði
eru: forníslenzka, fornírska, hljóðfræði og miðensk menning
og samfélag. Árið 1965 kaus þriðji hver stúdent íslenzku. Hr.
H. L. Rogers hefir annazt þessa kennslu í Sydney síðan 1959.
Stúdentar, sem kjósa að lesa forníslenzku, geta einnig valið
sér kjörsvið úr íslenzku efni. Prófkröfur eru heimaritgerð og
stundum skriflegt próf að auki. Stúdentinn velur kjörsvið sitt
í samráði við kennara, og er ætlazt til, að hann vinni síðan
sjálfstætt.