Skírnir - 01.01.1967, Síða 72
70
John Stanley Martin
Skirnir
íslenzka í Suður-Ástralíu
Forníslenzka hefir verið hluti af námsefni til meiraprófs
í ensku við Háskólann í Adelaide síðan 1961 líkt og í hinum
elztu háskólunum. Sú kennsla, sem þarna hefir verið stofnað
til, er miðuð við bók Gordons og ætluð stúdentum á þriðja
og fjórða ári. Sá kostur hefir fylgt fram að þessu, að íslenzka
hefir ekki verið skyldunámsgrein í sambandi við neina próf-
gráðu, og hafa því engin próf verið haldin. Stúdentar hafa
því lesið forníslenzkar bókmenntir sjálfum sér til gagns og
gleði, en ekki i þeim tilgangi að standast eitthvert próf.
Uppi hafa þó verið ráðagerðir um að gera íslenzku að val-
frjálsri prófgrein.
Adelaide hefir átt því láni að fagna, að þar hafa verið
margir dugandi kennarar. Prófessorinn í ensku við nýstofn-
aðan Flinders-háskóla í Suður-Ástralíu, Ralph W. V. Elliott,
nam íslenzku í St. Andrew’s hjá dr. J. P. Oakden og germönsk
fræði hjá prófessor C. T. Carr 1947—1949. Prófessor Elliott
hefir skrifað fjölda greina og bókina Runes: An Interpreta-
tion, sem kom út 1959 og aftur 1963. Hr. G. W. Turner, há-
skólakennari (reader) í ensku, nam forníslenzku í Auckland
á Nýja-Sjálandi og var síðar lektor við University of Canter-
bury í Christchurch. Nokkrar greinar hafa birzt eftir hann,
þar á meðal ritgerð um norræna hljóðfræði1) og endursögn
islenzkra fornsagna handa skólum á Nýja-Sjálandi. Aðrir
lektorar hafa verið frú M. Clunies-Ross, nú í Oxford, hr. J. J.
Anderson, nú í Sydney, og hr. David Wyatt.
Tala íslenzkunema er ekki há í Adelaide fremur en ann-
ars staðar. Um 6 stúdentar lesa fomíslenzku að meðaltali á
ári. En þeir fáu, sem við þetta fást, eru góðir námsmenn.
1) L. F. Brosnahan og G. W. Turner, „The Phonetic Tendency during
the Formative Period of the Old Norse Vowel System“, Arkiv för nordisk
filologi, LXXIII (1958), hls. 119-128.