Skírnir - 01.01.1967, Qupperneq 79
Skírnir
Björnstjerne Björnson og Norðurlönd
77
sá norski og danski. 1 Danmörku var íjarska erfitt að selja
bók, sem var prentuð og gefin út í Noregi. Danska bóksalan
var um þetta skeið svo föst í sniðum, að hún gerði Kaup-
mannahöfn að bókmenntamiðstöð allra Norðurlanda, og
norskir höfundar högnuðust á þessu, ef þeir sneru sér til
danskra útgefenda.
Þegar hugsað er um hina miklu hagrænu og menningar-
legu þróun, sem varð í Noregi á síðara hluta 19. aldar, verð-
ur skiljanlegt, að margir furðuðu sig á og gramdist það und-
arlega fyrirbæri, að voldugasta útgáfufyrirtæki fyrir norsk-
ar bókmenntir varð framvegis utan landamæranna. 1 flest-
um löndum eiga útgáfufyrirtækin sér mikilvægan vettvang
á sviði þjóðlegrar menningar, og öflug útgáfustarfsemi er tal-
in þjóðlegt verðmæti. I augum sumra urðu því norskir rit-
höfundar í dönskum útgáfufyrirtækjum vandamál, sem varð-
aði menningarlega sjálfskennd þjóðarinnar.
Norskar bókmenntir eftir 1814 höfðu verið fátæklegar í
samanburði við hinar dönsku, þegar frá er talinn jötunn eins
og Henrik Wergeland, — en það þótti sjálfsagt, að bækurnar
kæmu út hjá norskum útgefendum. Þegar bókmenntaleg gull-
öld vor hófst um 1860 með nöfnunum Björnstjerne Björnsson,
Henrik Ibsen, Jonas Lie og Alexander L. Kielland, hefði mátt
ætla, að lagður yrði grundvöllur að frjósömu samstarfi höf-
unda og útgefenda í Noregi öllum til ánægju. Einmitt þá
gerðist það, að rithöfundarnir fluttust úr landi. Það voru dönsk
útgáfufyrirtæki, einkanlega Gyldendal i Kaupmannahöfn,
sem hlaut ánægjuna og heiðurinn af að bera skáldskap þeirra
fram fyrir Norðurlönd — og heiminn mætti segja.
Þetta er margslungið mál, og ég ætla ekki að ræða það
nánar hér. Einungis vil ég geta þess, að vér getum einnig
litið á þetta sem víkkun norskrar menningar, því að danskt
þjóðfélag hefur hvorki fyrr né síðar orðið fyrir jafnsterkum
áhrifum af norskum anda og menningu og á síðara hluta
nítjándu aldar — og þetta á einnig við um tunguna. Þegar
þetta gerðist, var samt með réttu á það litið sem útflutning
eða landflótta. Það var Björnson, sem stjórnaði þessum flutn-
ingi til danskra útgefenda, hann, sem vildi vera skáld þjóð-