Skírnir - 01.01.1967, Page 82
80
Harald L. Tveterás
Skírnir
skáld skyldi sóa tíma, kröftum og fjármunum í norskt þvarg.
Aðra skilgreiningu hafði hann ekki á norskum stjórnmálum.
Þrátt fyrir árekstra og vandræði héldu þeir þó saman, og víst
er um það, að ekki fannst neinn annar útgefandi á Norður-
löndum, sem hefði getað valdið því hlutverki að vera útgef-
andi Björnsons og hinna norsku skáldanna. Hegel varð að
leysa öll hversdagsleg vandamál, stór og smá, sem orðið geta
á vegi skálds, og þetta gerði hann í raun og veru. Þegar
Björnson var kalt í París á veturna, bauð Hegel strax að
senda honum danskan ofn. Að sínu leyti var Björnson jafn-
veitull á góð ráð, og hann hafði tröllatrú á hlýrri ull og köldu
vatni og hugsaði um heilsu Hegels sem bezt hann kunni með
því að ráðleggja honum eindregið að nota ullamærföt kennd
við doktor Jæger. Þau „hafa það meðal annars sér til ágætis,
að þau eru betri og þægilegri“, sagði hann; „á nærbuxunum
er tvöfaldur lindi í mittið, sem nemur við fóðrið á ullar-
skyrtunni".
Þetta var smávegis hagnýtur Skandínavismi vina í milli,
og gefur dálitla hugmynd um, hversu Björnson fannst hann
knýttur sterkum böndum við útgefanda sinn í Kaupmanna-
höfn. Hegel varð þó vissulega ekki sá eini, sem hann tengdist.
1 bréfasafni Björnsons í Háskólabókasafninu í Ósló eru hér
um bil 3000 bréf frá Dönum til Björnsons, og vantar þó tals-
vert. Fá eru þau nöfn nafnkenndra manna í stjórnmálum og
dönskum menningarmálum, að ekki sé þau þar að finna. Á
fyrsta tímabilinu, ámnum eftir 1860, fann hann hlýjuna frá
dönskum lesendum, dönskum aðdáendum, án þess hjáróma
raddir heyrðust að ráði, og þetta hressti hann eftir erfiðleik-
ana heima fyrir. Hann gleymdi aldrei þeirri þakkarskuld,
sem hann stóð í við danska gagnrýni og fagurfræði, við land-
ið — „þar sem skilningurinn er mestur, listin lengst á leið
komin“, eins og hann komst að orði. Árið 1867 hótaði Henrik
Ibsen allt í einu að segja skilið við Gyldendal. Clemens Peter-
sen hafði ritað harðan dóm um Peer Gynt (Pétur Gaut), og
Ibsen, sem var svo viðkvæmur, gerði þetta óðara að milliríkja-
máli — svo kynni að fara, að hann segði skilið við Danmörku,
en ef svo færi, ætlaði hann að skipta um fleira en útgefanda.