Skírnir - 01.01.1967, Síða 84
82
Harald L. Tveterás
Skímir
stjórnmálahríðinni um 1870, þegar réttarstaða íslands innan
ríkisins kom til umræðu, tók hann afdráttarlausa afstöðu með
málstað fslands, og fyrir þetta og annað fleira glataði hann
mörgum beztu vinum sínum í Danmörku. Hann hefði ekki
verið Björnstjerne Björnson, ef hann hefði ekki tekið málstað
fslands á óhyggilegan hátt frá sjónarmiði stjómmálanna,
þannig að vel mátti misskilja. En ekki má gleyma upphaf-
inu og tilganginum. Hann tjáir þetta á sinn eðlilega hátt
þegar í fyrstu línunni í fyrsta bréfinu til Jóns Sigurðssonar:
„Þar sem sameiginlegur kærleikur sameinar oss —Vafa-
laust har hann heita og sanna ást til íslands og frændþjóðar-
innar, og það knúði hann áfram — sem andspyrna gegn þvi,
sem honum fannst vera smámunasemi og skortur á norrænni
ábyrgðartilfinningu af danskri hálfu. Hann tók upp samband
við Jón Sigurðsson, sem var djúpt snortinn, þakklátur og
kvíðafullur. Hann vonaði, að þeir „gætu að minnsta kosti í
aðalatriðum fylgzt að, þó að þér séuð skáld, en ég enginn
andans maður“. Það hefur sjálfsagt sært Björnson mikið að
vera lækkaður niður í skáld, þar sem um stjómmál var að
ræða, rétt eins og honum sárnaði, þegar Hegel reyndi að
draga hann út úr baráttunni aftur að skáldskapnum. Honum
fannst hann alls ekki vera skáld, þegar hann gerðist málsvari
íslands, heldur Norðurlandamaður, lýðræðissinni og hagsýnn
stjórnmálamaður. Þess vegna skrifaði hann líka um gufu-
skipaleiðir og talsíma- og ritsímasamband milli Reykjavíkur
og Björgvinjar, bættar samgöngur á íslandi, nýja prentsmiðju
í Reykjavík, norskt fjármagn til að styrkja atvinnuvegina,
aukin viðskipti við útlönd, — allan sinn barnalærdóm i þjóð-
hagfræði. Þá vildi hann koma á þjóðaratkvæðagreiðslu á ís-
landi um nánari tengsl við Noreg, og það var auðvitað ógn-
arlega ógætileg tillaga, en honum til varnar verður að segja,
að alls engin norsk þjóðernisstefna bjó hér að baki. Hann
hugsaði sér bráðabirgðalausn, unz ísland fengi fullt sjálfstæði,
en hann var sannfærður um, að svo mundi fara. Með sér
fann hann öflugt almenningsálit í Noregi. Hann skrifaði Jóni
Sigurðssyni: „Nú er risin hér í Noregi mikil Islands alda, og
hún hnígur ekki aftur.u