Skírnir - 01.01.1967, Síða 108
106
Páll Kolka
Skírnir
verndarar („patrónar") klaustursins, sæju því fyrir tekjum
og hefðu hönd í bagga með rekstri þess. (R. W. Southem:
The Making of the Middle Ages, London, 1953). A. m. k.
tveir af afkomendum Hafliða urðu ráðsmenn klaustursins,
feðgarnir Hafliði Steinsson og Einar Hafliðason, prestar á
Rreiðabólstað.
Dr. Sigurður Nordal telur íslenzka sagnaritun, fyrir utan
annála og landnámsskrár eða ættartölur, hafa átt upptök sín
í Þingeyraklaustri eða í sambandi við það. Það er sómi hinna
klerklærðu höfðingja Islendinga, að þeir gerðu ekki aðeins
bækur á latnesku, heldur rituðu einnig á móðurmáli sínu.
Hafliði Másson var tvikvæntur og var fyrri kona hans
Þuríður Þórðardóttir, Víga-Sturlusonar, dótturdóttir Snorra
goða, en hin síðari Rannveig Teitsdóttir, Isleifssonar biskups,
af hinni göfugu Haukdælaætt, sem taldi þrjá biskupa og
þrjá lögsögumenn. Hafliði er sagður að hafa átt mörg börn,
en aðeins fimm eru talin og þó ekki nema fjögur með nafni.
Eitt þeirra var Jórunn, kona Rrands Þorkelssonar, Gellisson-
ar á Helgafelli. Ekki er getið barna þeirra, en það er mjög
líklegt, að Brandur Rergþórsson, faðir Jóns prests Brands-
sonar á Reykhólum og siðar Stað í Steingrímsfirði, hafi ver-
ið sonarsonur þeirra. Bendir bæði til þess líklegur skyldleiki
við Reyknesinga og sömu nöfn i ætt Hafliða og Staðarmanna,
svo sem Bergþór og Ivar.
Það er til dæmis um höfðingshátt hjá niðjum Hafliða, að
dóttursonur hans, Illugi á Breiðabólstað Ingimundarson, hugð-
ist að reisa þar kirkju úr steini, en skip það, er hann ætlaði
að sækja steinlímið á til Noregs, týndist í hafi. Er það eina
þekkta dæmið um slíka fyrirætlun fyrr á öldum, og hefðu
þá sennilega fleiri slíkar kirkjur verið reistar, t. d. á biskups-
stólunum, ef ekki hefði svona illa farið.
Ein grein ættar Hafliða staðfestist i Víðidalstungu, og var
af henni Jón IJákonarson, sem lét gera Flateyjarbók og Vatns-
hyrnu. Sú ætt sat það höfuðból, að mestu samfellt, fram und-
ir siðustu aldamót og átti marga afburða andans menn, þótt
ýmsir þeirra ávöxtuðu ættararf sinn í öðrum héruðum. Eg hef
gert þessu máli nokkur skil í Föðurtúnum og læt þar við sitja.