Skírnir - 01.01.1967, Qupperneq 112
110
Ladislav Heger
Skírnir
Praha. Á síðustu árum eru svo farnar að koma út þýðingar
beint úr íslenzku, og má þakka það gagnkvæmum styrkveit-
ingum ríkisstjórna vorra. Svo er um þýðinguna á sögu Ólafs
Jóh. Sigurðssonar, Lilbrigburn jarSarinnar 1964 og hrífandi
endurminningum Þórbergs Þórðarsonar, Steinarnir tala 1965.
Báðar bækurnar þýddi fyrsti styrkþeginn hér, Helena Ka-
deðková. Islenzkur aSall eftir Þórberg Þórðarson hafði komið
út á slóvakísku 1958.
Islenzkar fornbókmenndr urðu tjekkneskum lesendum fyrst
kunnar upp úr heimsstyrjöldinni fyrri. Sá, sem átti mestan
heiður af því, var Emil Walter. Hann var lengstum sendi-
fulltrúi þjóðar sinnar á Norðurlöndum, og á heimsstyrjaldar-
árunum hvorum tveggja svo og síðustu æviár sín var hann
lektor og síðar dósent við Uppsalaháskóla. Emil Walter var
vel að sér í norrænum málum og bókmenntum. Árið 1919
kom út þýðing hans á Gunnlaugs sögu, þýðing á Vatnsdœlu
1923, Gylfaginningu 1929 og hetjukvœSum Eddu 1942. Þrjár
fyrstu útgáfurnar voru ætlaðar bókasöfnurum og vöktu því
ekki mikla eftirtekt, en eddukvæðaútgáfan 1942, sem var fag-
urlega úr garði gerð og myndskreytt af snillingnum Strnadel,
fékk mjög góðar viðtökur.
Walter skrifaði bæði um bókmenntir og málfræði. Ég nefni
hér ritgerð um færeyska þjóðlífsfræðinginn og málfræðing-
inn Venceslaus Ulricus Hammershaimb, sem var ættaður frá
Slesíu, einu af löndum tjekknesku krúnunnar. Enn fremur
ritgerð um Islandia, Islandslýsingu frá 1613 eftir tjekknesk-
an trúbróður J. A. Comeniusar biskups. Vetter hefir sennilega
verið fyrsti Tjekkinn, sem til íslands kom.1)
1) Hér mun átt við Daniel Streyc og Islandslýsingu hans, sem kom lit
á pólsku í Lesznó (Lissa) í Posen 1638. Þorvaldur Thoroddsen hefir birt
skemmtilegan útdrátt úr henni í Landfræðissögu Islands og segir þar ofur-
lítið frá höfundinum. Hann telur rit þetta „að mörgu merkilegt og eitt
hinna langskárstu, er útlendingar rituðu um Island á 17. öld“. Hyggur
Þorvaldur, að Streyc hafi verið hér á árunum 1613—14. Um ævi hans seg-
ir hann nær ekkert vitað. Hann hafi verið ættaður frá Mæri (Mahren),
setzt að í Lesznó nokkru eftir 1620 og átt þar prentsmiðju. Hafi hann oft-
ast kallað sig Vetterus á bókum, en það sé þýzk útlegging af Streyc með
latneskri endingu og merki „frændi“. Enn fremur segir Þorvaldur, að lík-
lega hafi Daniel Streyc fyrst ritað bók sína á bæheimsku, enda séu enn