Skírnir - 01.01.1967, Side 128
126
Magnús Már Lárusson
Skirnir
Fuggerei, eins og hann kallaði bankakerfið. Og allt í einu
var þessi hingað til óþekkti háskólakennari og munkur orðinn
forystumaður heillar þjóðar — ímynd þjóðerniskenndar. Ridd-
arar eins og Ulrich von Hutten fylgdu honum að málum.
Ritlingamir flugu út um allt landið. Rændurnir voru með
lionum, því hafði liann ekki boðað jafnrétti og frelsi sérhvers
einstaklings? Miðstéttirnar voru með honum, því boðaði hann
ekki frelsi undan léns- og kirkjuveldi? Furstarnir voru ekki á
móti honum, því ágirntust þeir ekki lönd og auð kirkjuhöfð-
ingjanna?
Á móti honum voru aðeins kirkjuhöfðingjarnir, en hvaða
máli skipti það, þar sem þeir voru hataðir af allri þjóðinni?
1520 samdi Lúther og gaf út þrjá ritlinga, sem vöktu feiki-
lega eftirtekt: „Til hins kristna aðals þýzkrar þjóðar“, „Um
frelsi kristins manns“ og „Um hina babýlónsku herleiðingu
kirkjunnar“. Þar staðhæfði hann tilverurétt hinnar þýzku
þjóðar og frelsi einstaklingsins. Þar hellti hann sér yfir ósiðu
kirkjunnar og formælti Fuggerei. Legáti páfans sagði 1521,
að hvergi væri hægt að fá keypta bók, sem andmælti Lúther.
Hann væri einráður í prentsmiðjum og bókaverzlunum, og
orð hans bærust jafnvel til hins ólæsa bónda.
En þetta ástand gat ekki staðið lengi. Tva'r rökréttar afleið-
ingar af skoðunum Lúthers urðu til þess að eyða einingunni
þýzku um hann. Hin skyndilega eining hafði orðið á kostnað
kirkjunnar. Því hversu mjög sem Lúther liélt, að hann væri
að bæta kirkjuna og áliti það svo sjálfsagt, að einvörðungu
þyrfti að beina athygli páfa að þeirri misnotkun og þeim ósið,
sem átti sér stað, þá var liann að vega í fremsta knérunn
rómversku kirkjunnar, — vega að prestaveldinu sjálfu, sem
var hin sýnilega mynd kirkjunnar. Nú hélt Lúther því fram,
að maðurinn gæti nálgazt Guð sjálfur án hjálpar eða tilverkn-
aðar vígðs prests. Afleiðingin af 36. greininni varð sú, að sér-
hver kristinn maður hefði fyrirgefningu syndanna, ef hann
sannlega iðraðist. En að skoðun Rómar gat það eigi átt sér
stað nema fyrir náðarmeðulin, en þau kröfðust þátttöku prests.
Hann dró sjálfur rökréttar afleiðingar af skoðunum sínum.
Hann boðaði hinn almenna prestsdóm kristinna manna, að